Hvað er fasteignaskattur?

Fasteignaskattur, eða fasteignagjöld, er innheimtur af sveitarfélögum og leggst á allar fasteignir innan bæjarmarka sveitarfélagsins. Fasteignaskattur er misjafnlega hár eftir sveitarfélögum en er þó ávallt innan ákveðins ramma. Fasteignagjöld eru skattar sem allir fasteignaeigendur þurfa að greiða. Gjöldin skiptast í þrjá liði í Reykjavík, en þeir eru:

 • fasteignaskattur,
 • lóðarleiga,
 • sorphirðugjald.

Hversu há eru fasteignagjöld?

Fasteignagjöld eru reiknuð á fasteignir sem ákveðið hlutfall af fasteignamati þess. Skatturinn er mis hár eftir sveitafélögum en þó ávallt innan ákveðins ramma.

 • A-skattur er lagður á íbúðarhúsnæði og er að hámarki 0,625% af fasteignamati.
 • B-skattur er lagður á opinberar byggingar og er að hámarki 1,32% af fasteignamati.
 • C-skattur er lagður á atvinnuhúsnæði og annað húsnæði sem ekki fellur í flokka A og B. Hann er að hámarki 1,65% af fasteignamati.

Fasteignaskattur í Reykjavík er eftirfarandi:

 • A-skattur er 0,2% af fasteignamati.
 • B-skattur er 1,32% af fasteignamati.
 • C-skattur er 1,65% af fasteignamati.

Lóðagjöld í Reykjavík eru sem hér segir:

 • A-skattur er 0,2% af fasteignamati.
 • B-skattur er 1,0% af fasteignamati.
 • C-skattur er 1,0% af fasteignamati.

Sorphirðugjöld í Reykjavík

Sorphirðugjald í Reykjavík miðast við fjölda ruslatunna, stærð þeirra og tíðni losana.

 • Svarta tunnan er losuð á 10 daga fresti og var árgjaldið fyrir hana 18.600 krónur árið 2012.
 • Við það bætist gjald vegna endurvinnslustöðva en það er 6.300 krónur á hverja íbúð.
 • Standi sorptunna lengra en 15 metra frá þeim stað, þar sem ruslabíll kemst næst henni, þarf að greiða 4.500 kr. álag á hverja 240 lítra sorptunnu sem losuð er á 10 daga fresti en 2.250 kr. álag á tunnu sem losuð er á 20 daga fresti.

Þeir sem kjósa að flokka sorp til endurvinnslu geta fækkað ílátum, stærð þeirra eða losunartíðni og þannig lækkað sorphirðugjöld sín.

 • Græna tunnan er losuð á 20 daga fresti og kostaði hún 9.300 árið 2013.
 • Bláa tunnan er losuð á 20 daga festi og kostaði hún 6.500 krónur árið 2013.

 

 • Var efnið hjálplegt?
 •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar