Hvar er hægt að finna leiguhúsnæði?
Best er að finna leiguhúsnæði í gegnum fjölskyldu, vini og kunningja. Þannig eru meiri líkur á að finna hentugt húsnæði skjótt og á sanngjörnu verði. Því er um að gera að láta vita af sér og spyrjast fyrir, hvort sem það er í eigin persónu eða á samskiptamiðlum eins og Fésbókinni.
Nokkrar leigumiðlanir eru starfræktar á Íslandi
Hér að neðan má finna hlekki á þær:
- Leiga.is,
- Leiguhúsnæði á MBL.is,
- Leiguhúsnæði á Vísi.is,
- Leigulistinn.is,
- Leiguvaktin
- Leiguland
Eins getur
- húsnæðisþráður Blands.is komið að góðum notum í húsnæðisleitinni,
- sem og facebook hópurinn leiga, þar sem fjöldi einstaklinga auglýsir og óska eftir íbúðum til leigu.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?