Hvað eru vaxtabætur?
Vaxtabætur eru hugsaðar til að auðvelda fólki að eignast íbúðarhúsnæði. Vaxtabæturnar ganga upp í þá upphæð sem fólk greiðir í vexti af húsnæðislánum. Það er ríkissjóður sem borgar út vaxtabætur. Ekki þarf að sækja sérstaklega um vaxtabætur heldur eru þær reiknaðir samkvæmt upplýsingum í skattframtali.
Hver á rétt á vaxtabótum?
Þeir sem greiða vexti af húsnæðislánum eiga rétt á vaxtabótum. Lán fyrir eftirfarandi veitir rétt á vaxtabótum:
- kaup á íbúðarhúsnæði,
- bygging íbúðarhúsnæðis,
- stórar framkvæmdir á íbúðarhúsnæði,
- kaup á íbúðarhúsnæði í gegnum kaupleigusamning.
Hversu háar eru vaxtabætur?
Ýmis atriði hafa áhrif á hversu háar vaxtabætur eru, s.s. fjölskylduaðstæður, tekjur, skuldir og kostnaður við húsnæðislánið. Vaxtabætur geta skerðst eða fallið niður fari eignir einstaklinga yfir ákveðna upphæð.
Á heimsíðu Ríkisskattstjóra má nálgast reiknivél fyrir vaxtabætur.
Hvernig eru vaxtabætur greiddar út?
Vaxtabætur eru ekki beint greiddar út heldur koma í formi skattaafsláttar. Þannig lækka vaxtabæturnar þann skatt sem greiddur er af launum. Hinsvegar er hægt að sækja um fyrirframgreiðslu á vaxtabótum sem þýðir að þær eru reiknaðar til afsláttar fjórum sinnum á ári en ekki einu sinni.
- Upplýsingar um fyrirframgreiðslu vaxtabóta og umsókn má nálgast á heimasíðu Ríkisskattstjóra.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?