Hvað er orlof?
Orlof er leyfi frá störfum og allt launafólk á rétt á slíku. Orlofsrétturinn skiptist annars vegar í rétt til leyfis frá störfum (sumarfrí) og hins vegar í rétt til launa á þeim tíma (að fá fríið greitt). Fyrir hvern mánuð sem unnin er í 100% starfi öðlast launþegi rétt á tveimur frídögum að lágmarki.
Fyrir hvern unninn mánuð, á starfsmaður rétt á minnst tveimur dögum í orlof. Miðað við fullt starf á einstaklingur því rétt á 24 daga orlofi. Ákvörðun um tímasetningu orlofs þarf þó að taka sameiginlega með yfirmanni.
Hvernig er orlof greitt út?
Orlofsgreiðslur eru greiddar út með þrennum hætti. Í fyrsta lagi getur orlofið verið greitt út um hver mánaðamót með almennum launum, þ.e. lagt ofan á útborguð laun. Eins getur orlofið verið lagt inn í orlofsreikning og greitt út í maí ár hvert. Í þriðja lagi getur orlof verið greitt út eins og venjuleg laun meðan á fríi stendur – þ.e. launað sumarfrí.
Orlof er að lágmarki 10,17% af launum.
Ath. Þegar starfsmaður hættir störfum á vinnuveitandi að greiða út áunnin orlofslaun.
Hér fyrir ofan má sjá fræðslumyndband ASÍ um orlof.
Hér fyrir ofan má sjá fræðslumyndband VR um orlofsréttindi.
Nánari upplýsingar:
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?