Hvað er orlof?

Orlof er leyfi frá störfum og allt launafólk á rétt á slíku. Orlofsrétturinn skiptist annars vegar í rétt til leyfis frá störfum (sumarfrí) og hins vegar í rétt til launa á þeim tíma (að fá fríið greitt).

Fyrir hvern unninn mánuð, á starfsmaður rétt á minnst tveimur dögum í orlof. Miðað við fullt starf á einstaklingur því rétt á 24 daga orlofi. Ákvörðun um tímasetningu orlofs þarf þó að taka sameiginlega með yfirmanni.

Hvernig er orlof greitt út?

Orlofslaun eru annað hvort laus til útborgunar við upphaf orlofstímabils (frá 1. maí) eða greidd út á meðan orlofi stendur. Hið síðarnefnda þýðir einfaldlega að þú fáir greidd venjuleg laun meðan á fríi stendur og er greitt út í upphafi hvers mánaðar.

Orlof er að lágmarki 10,17% af launum.

Ath. Þegar starfsmaður hættir störfum á vinnuveitandi að greiða út áunnin orlofslaun.

Hér fyrir ofan má sjá fræðslumyndband ASÍ um orlof.

Hér fyrir ofan má sjá fræðslumyndband VR um orlofsréttindi.

Nánari upplýsingar:

Ísland.is – Orlofsréttur

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar