Hvenær öðlast starfsmenn rétt á veikindadögum?

Eftir að hafa unnið í fullu starfi í mánuð hefur starfsmaður unnið sér inn rétt til að fá greidda veikindadaga. Til að byrja með eru greiddir tveir veikindadagar í mánuði en þeim fjölgar eftir því sem starfsmaður vinnur lengur hjá sama atvinnurekanda. Fjöldi veikindadaga eykst eftir 6 mánuði og 2, 3 og 5 ár og getur orðið mest 4 mánuðir eftir 5 ára samfellt starf hjá sama vinnuveitanda. Ef starfsmaður er í hlutastarfi vinnur hann sér inn rétt til veikindadaga í hlutfalli við unnar stundir. Þannig tekur það starfsmann í 50% starfi tvo mánuði að vinna sér inn réttinn.

Hvenær öðlast starfsmenn rétt til dagvinnulauna vegna vinnuslysa?

Strax á fyrsta vinnudegi á launamaður rétt til dagvinnulauna vegna vinnuslysa í allt að þrjá mánuði. Vinnuslys teljast slys sem verða við vinnu eða á beinni leið til eða frá vinnu. Eftir að hafa starfað í mánuð hefur starfsmaður öðlast sama rétt hvað varðar slys utan vinnu, þ.e. þriggja mánaða rétt til dagvinnulauna vegna slysa utan vinnustaðar.

Gott er að hafa í huga að . . .

  • tilkynna þarf veikindi eða slys eins fljótt og auðið er;
  • skila þarf inn læknisvottorði ef atvinnuveitandi óskar þess;
  • oft endurgreiðir vinnuveitandinn starfsmanni útlagaðan kostnað við vottorðið, ef farið er fram á að slíku sé skilað inn;
  • mögulega getur fólk nýtt veikindafrí þegar farið er í heimsókn til læknis eða á heilsugæslustöð á vinnutíma;
  • foreldrar geta átt rétt á launuðu leyfi vegna veikinda barna sinna yngri en 13 ára.

Nánari upplýsingar:

Ísland – Veikindaréttur

VR – Veikindaréttur

SFR – Veikindaréttur

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar