Ég hef áhyggjur af kórónaveirunni

Ef þú ert áhyggjufull/ur yfir útbreiðslu kórónavírusnum (Covid-19), þá erum við hér til að hjálpa. Það er auðvelt að detta í að lesa hverja einustu frétt um málið, það getur valdið okkur  áhyggjum og skelfingu, en það er ýmislegt sem hægt er að gera til að halda geðheilsunni á tímum sem þessum.

Ef þú hefur áhyggjur yfir þessu öllu þá er það að einhverju leyti mjög eðlilegt. Það er eðlilegt að hafa áhyggjur af heilsunni sinni og vilja að ástvinir manns séu í góðu standi. Þú þarft ekki að skammast þín fyrir að hugsa þannig, en það er nauðsynlegt að hafa stjórn á áhyggjunum. Ef þú fylgir þeim leiðbeiningum sem gefnar eru til almennings af Almannavörnum og sérfræðingum þá eru alltaf meiri líkur á að allt verði í lagi en ef þú hunsar þær.

En hvað er kórónaveiran (öðru nafni COVID-19)? Hvernig breiðist hún út og hvað er heimsfaraldur eiginlega? Hérna er smá leiðarvísir svo þú getir fengið ágætis upplýsingar um hvað er í gangi.

Hvað er kórónaveiran?

Kórónavírusar eru yfirflokkur margra ólíkra vírusa sem ná allt frá venjulegu kvefi til alvarlegri öndunarfærasýkinga. Aðrir heimsfaraldrar í gegnum tíðina hafa verið af sama stofni og má þar helst nefna MERS-CoV og SARS-CoV veirurnar sem áður hafa leikið okkur mannfókið grátt. Kórónuvírusinn sem nú gengur yfir er kallaður COVID-19 og er ný veira. Í verstu tilfellum veldur þessi veira sýkingu í öndunarfærum og getur valdið lungnabólgu og eiga sumir erfitt með andardrátt. Í slíkum tilvikum er mikilvægt að einstaklingar leiti sér læknisaðstoðar. Í langflestum tilfellum eru einkenni sjúkdómsins mild og lík hefðbundinni flensu, með þurran hósta og hita sem megineinkenni.

Hvernig breiðist kórónaveiran út?

Þessi veira er ennþá frekar ný og er verið að rannsaka hvernig hún breiðist út. Aðrar líkar veirur smitast í gegnum dropa þegar fólk hóstar t.d. og einnig með snertingu. Þegar einstaklingur snertir yfirborð sem veiran hefur komist í og ber það svo í andlit er talað um snertismit. Það er ólíklegt að veiran breiðist út í gegnum mat eða pakkningar og hefur  Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gefið út að veiran smitast ekki til dýra.

Hvað get ég gert til að vernda mig

  • Þvoðu hendurnar á þér reglulega með heitu vatni og ´sapu og sprittaðu síðan hendurnar.
  • Forðastu að snerta augun, munninn og nefið eins og þú getur.
  • Ef þú hóstar eða hnerrar er gott að halda fyrir munninn með handleggnum eða nota bréf og henda því strax í ruslið.
  • Reyndu að forðast að hitta fólk sem er með flensueinkenni.

Hver eru einkennin?

  • Hár hiti
  • Hósti
  • Öndunarvandamál

Ef þú hefur eitthvað af þessum einkennum þá gæti það verið merki um að þú sért með kórónavírus, en er alls ekki samasemmerki að þú sért með vírusinn. Þetta eru einnig einkenni algengra sjúkdóma eins og inflúensu eða kvef, þannig að ekki panikka ef þú færð smá hósta.

Hvað geri ég ef ég finn fyrir þessum einkennum?

Ef þér líður illa ekki fara á heilsugæsluna, apótekið eða á spítalann, þá gætirðu átt í hættu að smita aðra. Ef þú ert með einkenni eins og hita, hósta eða öndunarerfiðleika þá ættirðu að halda þig heima eða hringja í 1700, þau ættu að geta gefið þér ráð um næstu skref.

Ef þú telur líkur á að þú sért með kórónavírus þá getur þú beðið um að fá skimun eftir veirunni í gegnum heilsugæsluna þína eða farið í sjálfsskipaða sóttkví í varúðarskyni. Það þýðir að þú þurfir að vera heima hjá þér í 14 daga, halda þig frá fólki (og örugglega horfa á helling af Netflix eða læra að baka súrdeigsbrauð).

Hvað hafa margir jafnað sig á kórónaveirunni?

Flest fólk (Um 80%) jafna sig á veirunni án þess að þurfa sérstaka meðferð. Eldra fólk og þau sem eru með undirliggjandi heilsuvandamál eins og hjartavandamál eða háan blóðþrýsting, eru líklegri til að verða alvarlega veikir ef þeir fá veiruna.

Er til lækning við veirunni?

Kórónaveiran er það nýtilkomin að engin bóluefni eru til gegn henni, og það eru engin sérstök meðferðarúrræði til sem stendur. En það er þó margt í þróun sem við búumst við að breytist dag frá degi. Aðal úrræðin eru að létta úr einkennum sem veiran skapar á meðan líkaminn berst gegn henni. Sýklalyf virka ekki þar sem þau berjast ekki gegn veirusýkingu.

Hver er munurinn á faraldri og heimsfaraldri?

Þú hefur líklegast heyrt þessi orðatiltæki undanfarið í sambandi við kórónaveiruna, en hvað þýða þau? Faraldur er útbreiddur sjúkdómur sem breiðist hratt út í samfélag (land, bæjarfélag) á ákveðnum tíma. Heimsfaraldur er þegar sjúkdómur breiðist hratt í gegnum allan heiminn á ákveðnum tíma.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur skilgreint kórónaveiruna sem heimsfaraldur.

Hvernig veit ég hvaða upplýsingum á að treysta?

Kórónaveiran er í öllum fjölmiðlum þessa dagana og það getur verið erfitt að vita hverju á að treysta. Hluti af vandamálinu er að fjölmiðlar nota oft fyrirsagnir sem er orðaðar til að vekja upp sterkar tilfinningar sem gerir hlutina oft verri eða hættulegri í því samhengi. 

Síður sem Áttavitinn mælir með

Síður sem Áttavitinn mælir með

Covid-19 upplýsingasíða almannavarnahttps://www.covid.is/

Alþjóðaheilbrigðisstofnun:  https://www.who.int/emergencies/diseases/novel-coronavirus-2019

Heimildir:

https://www.who.int/health-topics/coronavirus

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar