Hvað er útvarpsgjald?

Útvarpsgjald er nefskattur, en það þýðir hann leggst jafnt á alla einstaklinga óháð tekjum eða eignum. Útvarpsgjaldið er 18.800 kr. á hvern mann og er það greitt árlega. 70 ára og eldri eru undanþegnir frá gjaldinu auk þeirra sem fá í tekjur að meðaltali 161.502 kr. eða minna á mánuði (1.938.025 kr. á ári) . Útvarpsgjaldið rennur til ríkisins og er fyrst og fremst ætlað til að halda uppi almannaþjónustu varðandi upplýsingar. Aðeins hluti af því rennur þó til RÚV.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar