Hvað er útvarpsgjald?
Útvarpsgjald er nefskattur, en það þýðir hann leggst jafnt á alla einstaklinga óháð tekjum eða eignum. Útvarpsgjaldið er 18.800 kr. á hvern mann og er það greitt árlega. 70 ára og eldri eru undanþegnir frá gjaldinu auk þeirra sem fá í tekjur að meðaltali 161.502 kr. eða minna á mánuði (1.938.025 kr. á ári) . Útvarpsgjaldið rennur til ríkisins og er fyrst og fremst ætlað til að halda uppi almannaþjónustu varðandi upplýsingar. Aðeins hluti af því rennur þó til RÚV.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?