Fóbía eða afmörkuð fælni er algengasta kvíðaröskunin sem felur í sér mikinn, órökréttan ótta við ýmis fyrirbæri.

Mikil hæð eða gömul lyfta getur skapað örlítinn ótta hjá mörgum okkar, en það veldur þó fæstum angri í daglegu amstri. Það er annað fyrir fólk sem þjáist af fælni og leggur mikið á sig til að komast hjá aðstæðum þar sem það gæti þurft að mæta ótta sínum, þrátt fyrir að vita að óttinn sé órökréttur.

Fóbíur geta haft áhrif á daglegt líf þolenda. Þær geta haft takmarkandi áhrif á vinnugetu, sjálfsálit og sambönd, því einstaklingar leggja mikið á sig til að forðast þær aðstæður sem geta kallað fram fælni.

ADAA, Anxiety and depression association of America 

Greining á fóbíum/fælni

Ekki eru til nein greiningarpróf fyrir fóbíur, heldur er stuðst við frásögn þess sem upplifir fælnina.  Bandaríska sálfræðifélagið hefur þó sett fram greiningarramma um einkenni á fóbíum.

Helstu einkenni á fælni/fóbíu

Einkenni þess að hafa einhverja ákveðna fælni fela oft í sér óþægilega eða beinlínis hræðilega kvíðatilfinningu:

  • Tilfinning um að vera í bráðri hættu.
  • Þörf fyrir að koma sér úr aðstæðum, þörf fyrir að flýja.
  • Mikill hjartsláttur, hraður hjartsláttur.
  • Svitaköst.
  • Skjálfti.
  • Einstaklingur verður andstuttur, á erfitt með að ná andanum.
  • Tilfinning um að vera að kafna.
  • Sársauki eða óþægindi í brjóstholi.
  • Flökurleiki eða magaverki.
  • Yfirliðstilfinning, svimi.
  • Tilfinning um að allt í kringum mann sé óraunverulegt,
    afsjálfgun.
  • Ótti um að missa stjórn eða að verða brjálaður.
  • Ótti um að deyja.
  • Doðatilfinning.
  • Kuldahrollur eða hitaköst

Það er mikilvægt að þekkja muninn á hefðbundnum kvíða annarsvegar og fælni hinsvegar:
Hversdagslegur kvíði Fóbía

Hversdagslegur kvíði Fóbía                          
Að verða örlítið óglatt við að klifra upp háan stiga. Að neita að mæta í brúðkaup besta vinar þíns vegna þess að það er á 25. hæð á hóteli.
Að vera órótt við að hefja flugtak í stormi og eldingum. Að taka ekki við stórri stöðuhækkun vegna þess að starfið krefst flugferðalag.
Að vera stressaður í kringum bolabít nágrannans. Að vilja ekki heimsækja nágrannann af því að þar gætirðu séð hund.

Úrræði við fóbíum

Talið er að afmörkuð fælni sé algengasta kvíðaröskunin en fæstir leita sér aðstoðar við henni. Rannsóknir benda til þess að 7-11% fólks þjáist af fælni einhverntíman á lífsleiðinni, en einungis 12-30% af þeim leiti sér aðstoðar. Þar sem fóbíur hafa veruleg áhrif á líf og líðan fólks er mikilvægt að leita sér hjálpar. Hugræn atferlismeðferð (HAM) er talin bera góðan árangur og auðvelt er að beita henni gagnvart fóbíum. Hægt er að leita til heimilislækna, sem geta þá vísað manni áfram, eða leitað beint til sálfræðinga eða geðlækna. Einnig er hægt að nálgast sálfræðinga og geðlækna hjá bráðaþjónustu eða göngudeildum sjúkrahúsa og á stofum. Kvíðameðferðastöðin ( http://kms.is/) er svo meðferðastöð sem sérhæfir sig í kvíða og skyldum vandkvæðum fyrir fullorðna.

Listi yfir þekktar fóbíur

Ablutophobia – Ótti við að baða sig, þvo sér eða þrífa
Acousticophobia – Ótti við hávaða
Acrophobia – Lofthræðsla
Agoraphobia – Víðáttufælni
Agraphobia – Ótti við að vera beittur kynferðislegu ofbeldi
Agrizoophobia – Ótti við villt dýr
Agyrophobia – Ótti við að fara yfir götu
Aichmophobia – Ótti við beitta hluti (t.d hnífa og nálar)
Ailurophobia – Ótti við ketti
Algophobia – Ótti við sársauka
Amaxophobia – Ótti við að keyra í bíl
Amychophobia – Ótti við að fá skrámur
Anthophobia – Ótti við blóm
Anthropophobia – Ótti við fólk, ótti við að vera í félagsskap fólks
Antlophobia – Ótti við flóð
Aquaphobia – Ótti við vatn
Arachnophobia – Ótti við kóngulær
Astraphobia – Ótti við þrumur og eldingar
Atelophobia – Ótti við að vera ekki nógu góður, ótti við að vera ófullkominn
Atychiphobia – Ótti við að mistakast
Automatonophobia – Ótti við allar eftirlíkingar af skyni gæddum verum
Autophobia – Ótti við einangrun
Aviophobia – Ótti við að fljúga

Barophobia – Ótti við þyngdaraflið
Bathmophobia – Ótti við stiga og brekkur

Chaetophobia – Ótti við hár
Chemophobia – Ótti við efni
Cherophobia – Ótti við hamingju
Chiroptophobia – Ótti við leðurblökur
Chlorophobia – Ótti við grænan lit
Chromophobia – Ótti við liti
Chronophobia – Ótti við tímann og að tíminn færist áfram
Chrysophobia – Ótti við appelsínugulan lit
Cibophobia – Ótti við mat
Claustrophobia – Ótti við að vera lokaður inni, innilokunarkennd
Cleithrophobia – Ótti við að vera fastur
Climacophobia – Ótti við að klifra
Coimetrophobia – Ótti við kirkjugarða
Coulrophobia – Ótti við trúða
Cyanophobia – Ótti við bláan lit
Cyberphobia – Ótti við eða andúð á tölvum og nýrri tækni
Cynophobia – Ótti við hunda

Decidophobia – Ótti við að taka ákvarðanir
Demonophobia – Ótti við djöfla
Dentophobia – Ótti við tannlækna og tannviðgerðir
Dysmorphophobia – Ótti við útlitslega galla á eigin líkama (raunverulega eða óraunverulega)

Ecclesiophobia – Ótti við kirkjur
Emetophobia – Ótti við að gubba
Enochlophobia – Ótti við mannmergð
Ergophobia – Ótti við að vinna eða framkvæma, einnig ótti skurðlækna við að gera skurðaðgerðir
Erotophobia – Ótti við kynferðislega ást, ótti við kynferðislega misnotkun
Erythrophobia – Ótti við rauðan lit, ótti við að roðna

Frigophobia – Ótti við að verða of kalt

Gelotophobia – Ótti við að það verði hlegið að manni
Gephyrophobia – Ótti við brýr
Genophobia – Ótti við samfarir
Gerascophobia – Ótti við að eldast
Gerontophobia –  Ótti við að eldast, ótti eða hatur á gömlu fólki
Globophobia – Ótti við blöðrur
Glossophobia –  Ótti við að tala fyrir framan fólk, ótti við að reyna að tala
Gymnophobia – Ótti við nekt
Gynophobia – Ótti við konur

Halitophobia – Ótti við andfýlu
Haphephobia – Ótti við að vera snertur
Harpaxophobia – Ótti við að vera rændur
Heliophobia – Ótti við sólina eða sólarljós
Hemophobia – Ótti við blóð
Hexakosioihexekontahexaphobia – Ótti við töluna 666
Hoplophobia – Ótti við skotvopn
Hylophobia – Ótti við tré eða skóga
Hypnophobia – Ótti við svefn

Ichthyophobia – Ótti við fisk, ótti við að borða fisk, ótti við dauða fiska

Kinetophobi – Ótti við hreyfingu
Kleptophobia –  Ótti við að stela eða vera rænt
Koinoniphobia – Ótti við herbergi og sameiginleg rými
Koumpounophobia – Ótti við tölur (eins og tölur á flíkum)

Leukophobia – Ótti við hvítan lit
Lilapsophobia – Ótti við hvirfilvinda og fellibyli

Mechanophobia – Ótti við vélar
Melanophobia – Ótti við svartan lit
Melissophobia – Ótti við býflugur
Methyphobia –  Ótti við alkóhól
Monophobia – Ótti við að vera einn, ótti við að vera einangraður, ótti við að vera í eigin félagsskap
Musophobia – Ótti við mýs og rottur
Myrmecophobia – Ótti við maura
Mysophobia – Ótti við sýkla, smit og skít

Necrophobia – Ótti við dauðann og dautt fólk
Neophobia – Ótti við það sem er nýtt
Nomophobia – Ótti við að vera ekki í farsímasambandi
Nosocomephobia – Ótti við sjúkrahús
Nosophobia –  Ótti við að fá sjúkdóma
Nostophobia – Ótti við að koma aftur heim
Nyctophobia – Ótti við myrkur

Obesophobia – Ótti við offitu
Oikophobia – Ótti við heimilishald og búsáhöld
Omphalophobia – Ótti við nafla
Oneirophobia – Ótti við drauma
Ophthalmophobia – Ótti við að starað sé á mann
Osmophobia – Ótti við lyktir

Panphobia – Ótti við allt, stanslaus ótti án neinnar sjáanlegrar ástæðu
Pediophobia – Ótti við dúkkur
Phagophobia – Ótti við að kyngja
Pharmacophobia – Ótti við lyf
Phasmophobia – Ótti við drauga og vofur
Philophobia – Ótti við ást
Phobophobia – Ótti við óttann sjálfan, ótti við fóbíur/fælnir
Phonophobia – Ótti við hávaða, ótti við háværar raddir
Pogonophobia – Ótti við skegg
Pornophobia – Ótti við klám
Porphyrophobia – Ótti við fjólubláan lit
Prosophobia – Ótti við framfarir
Pupaphobia – Ótti við brúður
Pyrophobia – Ótti við eld

Radiophobia – Ótti við geislavirkni, ótti við röntgengeisla

Sanguivoriphobia – Ótti við vampírur
Scriptophobia – Ótti við að skrifa á almenningsfæri, ótti við að reyna að skrifa
Scopophobia – Ótti við að það sé horft eða starað á mann
Sesquipedalophobia – Ótti við löng orð
Siderodromophobia – Ótti við lestir og járnbrautateina
Sociophobia – Ótti við fólk og félagslegar samkomur (félagsfælni)
Spectrophobia – Ótti við spegla
Spheksophobia – Ótti við geitunga og vespur
Stasiphobia – Ótti við að standa, ótti við að ganga
Stygiophobia – Ótti við helvíti

Taphophobia – Ótti við grafir, ótti við að vera grafin(n) lifandi
Technophobia – Ótti við hátækni
Telephone phobia – Ótti við að hringja símtöl
Tetraphobia – Ótti við töluna fjóra
Thalassophobia – Ótti við hafið, ótti við að vera í sjó
Thanatophobia – Ótti við að deyja
Theophobia – Ótti við trúarbrögð, ótti við guði
Thermophobia –  Ótti við hita
Tokophobia – Ótti við fæðingar, ótti við meðgöngu
Toxiphobia – Ótti við að eitrað verði fyrir manni
Traumatophobia – Ótti við að slasast
Triskaidekaphobia – Ótti við töluna þrettán
Trypanophobia – Ótti við sprautur, ótti við að fá sprautu
Trypophobia – Ótti við göt, ótti við áferðir með gatamynstri
Turophobia – Ótti við ost

Uranophobia – Ótti við himininn

Workplace phobia – Ótti við vinnustaði

Xanthophobia – Ótti við gulan lit
Xenophobia – Ótti við ókunnuga, ótti við útlendinga, ótti við geimverur
Xylophobia – Ótti við tré og skóga

Heimildir

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar