Hvað er fita?

Fita er eitt af þremur mikilvægustu næringarefnum líkamans. Hún er bæði orkugjafi og byggingarefni. Ráðlagt er að fólk fái 25-35% af orku sinni úr fitu. Talað er um tvennskonar fitu; mettaða fitu og ómettaða fitu. Fita er ýmist hörð eða mjúk.

Mettuð fita

Mettuð fita er hörð fita. Ekki er mælt með að fólk neyti mikið af henni því hún hækkar kólesteról í blóði. Mettuð fita finnst t.a.m. í smjöri, smjörlíki, rjóma, nýmjólk og öðrum feitum mjólkurvörum. Einnig hefur feitt kjöt mikið af mettaðri fitu.

Ómettuð fita

Ómettuð fita er mjúk fita. Hún hækkar ekki kólesteról í blóði. Hana má finna í ýmsum olíum, hnetum, avókadó og fiski. Hún er talin hollari en mettuð fita. Til ómettaðra fita teljast m.a. Omega-3.

Hvað gerir fita?

Líkaminn þarfnast fitu við að endurnýja frumurnar. Einnig inniheldur fita mikilvæg vítamín og hjálpar til við upptöku þeirra. Fita mettar magann og hefur góð áhrif á líkamsstarfsemi og útlit.  Fitu á að neyta í hófi, en alls ekki sneiða hjá henni.

Hvað eru margar hitaeiningar í fitu?

Í grammi af fitu eru 9 hitaeiningar. Þannig er matur sem inniheldur mikla fitu iðulega hitaeiningaríkari en sá sem inniheldur mikið af kolvetnum eða próteinum.

 

(Mynd í eigu Andrew Mason)

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar