Hvað eru steinefni?

Steinefni eru nauðsynleg næringarefni sem líkaminn þarfnast í litlu magni fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Salt er dæmi um steinefni.

Hvað gera steinefni?

Steinefni eru nauðsynleg af mörgum ástæðum

 • Til að byggja upp sterk bein og tennur.
 • Til að stjórna vökvajafnvægi líkamans.
 • Til að umbreyta matnum sem fólk borðar í orku.
 • Þau taka þátt í hormónastjórnun
 • Þau eru notuð til þess að senda taugaboð
 • og fleira

Í hvaða matvælum eru steinefni?

Steinefni eru í mismunandi magni í flestum fæðutegundum, eins og kjöti, korni og kornvörum, fiski, mjólk og mjólkurvörum, grænmeti, ávöxtum (einkum þurrkuðum ávöxtum) og hnetum. Til að mynda eru mjólkurvörur mjög kalkríkar og kjöt mjög járnríkt.

Steinefnin eru yfir tuttugu talsins

Hér eru þau helstu upptalin:

 • Kalk.
 • Járn.
 • Magnesíum.
 • Fosfór.
 • Kalíum.
 • Natríum.
 • Kopar.
 • Króm.
 • Flúor.
 • Joð.
 • Selen.
 • Sink.

Nánar má lesa um vítamín og steinefni á vefnum Vítamín.is.

 

 • Var efnið hjálplegt?
 •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar