Hvað eru trefjar?
Trefjar eru uppbyggingarefni í ýmsum lífverum, aðallega plöntum. Segja má að trefjar séu það efni sem bindur saman plönturnar. Til eru ýmsar gerðir af trefjum og til dæmis eru sumar notaðar til að búa til pappír og reipi. Trefjar eru ekki meltanlegar en hafa þó mikilvægu hlutverki að gegna fyrir meltinguna.
Hvað gera trefjar?
Trefjar stuðla fyrst og fremst að góðri meltingarstarfssemi, eru nauðsynlegar fyrir heilbrigði meltingarvegar og hægja á upptöku næringarefna úr meltingarvegi. Trefjarík fæða getur dregið úr hættunni á því að fá ýmiskonar kvilla, svo sem sykursýki, hjartasjúkdóma og krabbamein. Þær veita mettunartilfinningu og fyllingu og gera hægðir betri.
Hvað eru margar kaloríur í trefjum?
Trefjar eru næringarsnauð fæða og gefa því líkamanum enga orku. Eins og fyrr sagði gegnar trefjar þó mikilvægu hlutverki fyrir líkamsstarfsemina.
Í hverju eru trefjar?
Trefjar er að finna í grænmeti, baunum, korni (sérstaklega grófu korni) og ávöxtum. Þetta eru allt trefjaríkar fæðutegundir.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?