Skylda er að fara með öll ökutæki í skoðun einu sinni ári
Þessa skoðun verður ökutækið að standast. Ef athugasemdir eru gerðar við ásigkomulag bílsins, þarf að gera lagfæringar á honum og koma með hann í endurskoðun.
Hvenær á að setja bíl í skoðun?
Síðasti tölustafur í bílnúmerinu segir til um hvenær eigi að skoða bifreiðina. Endi bílnúmerið á 1 er það í janúar, 2 í febrúar, o.s.frv. Endi bílnúmerið á 0 skal skoðun fara fram í október. Endi bílnúmerið á bókstaf skal skoðun fara fram í maí.
Hvar er hægt að láta skoða bílinn?
Þó nokkur fyrirtæki annast skoðun ökutækja. Hér að neðan má nálgast lista yfir þau:
- Aðalskoðun er með skoðunarstöðvar á nokkrum stöðum.
- Frumherji er með skoðunarstöðvar á nokkrum stöðum.
- Tékkland er með þrjár skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu.
Gott er að hafa í huga að . . .
- sekta má fólk fyrir að láta ekki skoða bílana sína;
- ef bifreiðagjöld eða tryggingar eru í vanskilum fá bílar ekki skoðun;
- skoðun snýst um manns eigið öryggi og annarra. Fæstir vilja stíga upp í flugvél vitandi af einni lausri skrúfu í vélinni. Sömu viðhorf ætti að hafa til öryggis bifreiðarinnar.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?