Áður en gengið er frá bifreiðakaupum þarf að huga að ýmsu

Finna þarf rétta bílinn, fjármálin þurfa að vera á hreinu og fólk þarf að vita við hverju má búast s.s. viðgerðum og viðhaldi. Hér að neðan má finna nokkur góð ráð varðandi kaup á bíl.

Hvernig bíll hentar?

Gott er að fólk skilgreini þarfir sínar áður en það tekur ákvörðun um hvernig bíl á að kaupa. Verður hann notaðar í utanbæjarakstri? Má hann vera lítill og sparneytinn eða þarf hann að rúma marga farþega og mikinn farangur? Ekki má heldur gleyma öryggi og þægindum. Góð regla er að kaupa þann bíl sem fólk telur vera besta valið þegar allt er tekið inn í dæmið: Lámarks verð og viðhaldskostnaður, og hámarks öryggi og þægindi. Eins er ekki skynsamlegt að eltast við flotta og stóra bíla ef fólk hefur svo hvorki þörf né efni á að eiga þá.

Á að kaupa bílinn á lánum eða safna fyrir honum?

Sjaldnast er fólki nú ráðlagt að taka lán – því lánum fylgir töluverður kostnaður. Hafi fólk hinsvegar hug á að taka lán skiptir miklu máli að finna hagstæðasta lánið. Best er að setja sig í samband við einhvern sem er vel að sér í slíkum málum og fá ráðleggingar, s.s. fjölskyldumeðlim, vin eða kunningja. Einnig er sniðugt að hringja í alla banka og lánastofnanir og kanna hvar bestu kjörin bjóðast.

Gott er að hafa í huga að…

  • oft er gerð krafa um að fólk kaskó-tryggi bíla sem keyptir eru á lánum. Þessu fylgir meiri kostnaður þar sem kaskó-trygging er vissulega dýrari en venjuleg ábyrgðartrygging.

Hefur fólk örugglega efni á því að reka bíl?

Það fylgir því mikill kostnaður að reka bíl. Af honum þarf að greiða bifreiðagjöld og tryggingar auk þess sem viðhald getur verið dýrt og bensínverð er hátt.

Á Áttavitanum má finna greinina „Hvað kostar að reka bíl?

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar