Hver er þörfin?

Fyrst þarf fólk að gera sér grein fyrir því hvernig bíll hentar því. Fólk þarf að hugsa út í hvað það vill það fá út úr bílnum? Sumir þurfa litla og sparneytna bíla á meðan aðrir þurfa meira pláss og kraftmeiri vél. Gott er að hafa á bakvið eyrað að yfirleitt eru ódýrir bílar ódýrir í rekstri.

Hvers virði er bílinn?

Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir hvers virði bíllinn er í raun og veru. Með því að skoða bílaauglýsingar, hafa samband við bílasölur og fylgjast með gangverði er hægt að reikna út hvers virði bifreiðin er og hvort hægt sé að ná verðinu niður.

Bílasala eða bein kaup?

Báðir valkostir hafa sína kosti og galla. Gott er því að hafa á bakvið eyrað:

 • Bílasalar taka eldri bíla upp í nýja. Slíkt gerist sjaldan þegar keypt er beint af eiganda.
 • Umboð og bílasölur greiða sjaldnast jafn hátt verð fyrir bílinn, eins og fólk fengi seldi það sjálft. Hinsvegar getur álagning verið hærri hjá bílasölum. Bein kaup eru því oft hagstæðari bæði fyrir kaupanda og seljanda, þar sem enginn þriðji aðili kemur að kaupunum og tekur til sín umboðslaun.
 • Kaupandi er ekki eins vel tryggður þegar kaupin eru gerð án milliliða. Bílasölur er bundnar ákveðnum skyldum þegar kemur að sölu á notuðum bílum.
 • Kaupendur notaðra ökutækja eiga rétt á að láta ástandsskoða ökutækið á eigin kostnað hjá óháðum aðila, án skuldbindinga um kaup.

Hvað fylgir bílnum?

Áður en gengið er frá kaupum er mikilvægt að fá það nákvæmlega á hreint hvað fylgir með í kaupunum. Aukahlutir geta nefnilega verið kostnaðarsamir og því er gott ef ákveðnir hlutir eins og vetrardekk, nýlegt útvarp eða annað fylgir með. Þetta verður að sjálfsögðu að tilgreina í kaupsamningnum. Það sama gildir ef fólk er að kaupa af bílasölu: Viðbótarbúnaðurinn kostar bifreiðaumboðið minna en það mundi kosta kaupanda að versla aukabúnaðinn sjálfur.

Mikilvægt er að prufukeyra bílinn áður en hann er keyptur

Gott er að prufukeyra hann bæði í þéttbýli og á malarvegi. Á sama tíma er snjallt að fara yfir bílinn og sjá hvort allt virki ekki örugglega sem skyldi. Það getur verið dýrt að láta laga einfaldan galla.

Eftirfarandi atriði þarf að hafa í huga þegar fólk prufukeyrir bíl:

 • Hvernig er vélargangurinn? En vélar- og veghljóð?
 • Hvernig er ástand á kúplingu og gírskiptingu?
 • Hvernig er ástand dempara?
 • Þegar vélin er orðin heit er gott að athuga hvort hröðunin sé nægilega mikil.
 • Hvernig bregðast hemlarnir við miklu átaki?

Þegar keyptur er notaður bíll er nauðsynlegt að láta ástandsskoða hann

Kaupendur notaðra ökutækja eiga rétt á að láta ástandsskoða ökutækið á eigin kostnað hjá óháðum aðila, án skuldbindinga um kaup. Á bílaverkstæðum er stundum boðið upp á  ástandsskoðanir og þeim fylgja oft kostnaðartilboð í viðgerð. Slíkar ástandsskoðanir eru ekki hlutlausar þar sem bílaverkstæðið er einnig að reyna að selja viðgerðarþjónustu. Best er því að leita til viðurkenndra skoðunarstöðva, þar sem hægt er að kaupa ástandsskoðanir með ítarlegum niðurstöðum í vandaðri skýrslu.

Fylgir ábyrgð kaupunum?

Í viðskiptum með notaða bíla er venjulega ekki um neinar ábyrgðir að ræða fyrir utan ábyrgðir samkvæmt kaupalögunum um leynda galla. Í einhverjum tilvikum, þá aðallega hjá bílasölum bílaumboðanna, fylgir ábyrgð notuðum bílum. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir þýðingu slíkra ábyrgða og hvað þær fela í sér.

Á Áttavitanum má finna gátlista um atriði sem vert er að skoða þegar keyptur er notaður bíll.

 

 • Var efnið hjálplegt?
 •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar