Hvað þarf að gera til að ganga frá bifreiðakaupum?
Þegar kaup á bifreiðum fara fram verður að gæta þess að gera það rétt og ganga frá öllum skjölum sem þeim við koma. Hér að neðan má nálgast nauðsynleg skjöl:
- Gera þarf kaupsamning og afsal milli kaupanda og seljanda ökutækis. Á heimasíðu Umferðarstofu má nálgast það eyðublað. Þetta er fyrst og fremst fyrir aðilana sem koma að viðskiptunum og ekki þarf að senda þetta skjal. Gott er að eiga samninginn, þurfi maður einhvern tíma að sýna fram á að eignaskiptin hafi átt sér stað.
- Útbúa þarf tilkynningu um eigendaskipti á ökutæki. Eyðublaðið er aðgengilegt á netinu. Því skjali þarf að koma til Umferðarstofu til að kaupin gangi í gegn.
- Á heimasíðu Umferðarstofu má nálgast leiðbeiningar um eigendaskipti og hvernig fylla skal út eyðublöðin.
Þegar gengið er frá kaupum á bifreið er gott að hafa eftirfarandi í huga . . .
- Að færa allt inn á kaupsamning sem samið hefur verið um hvort sem það eru aukahlutir, viðgerð eða skoðun. Ef þetta kemur ekki fram á kaupsamningi getur fyrri eigandi svikist um að standa við það sem hann lofaði.
Það er ávallt seljanda í hag að tilkynna um eigendaskipti sem fyrst þar sem hann ber annars ábyrgð á bifreiðagjöldum og tryggingum.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?