Hvað eru bifreiðagjöld?

Bifreiðagjöld eru skattur sem leggst á öll vélknúin ökutæki sem skráð eru hér á landi. Ekki skiptir máli hvort um bensín-, dísel- eða rafmagnsknúin ökutæki er að ræða.

Gjaldtímabil bifreiðagjalda eru tvö: 1. janúar til 30. júní og 1. júlí til 31. desember.

Hversu há eru bifreiðagjöld?

Bifreiðagjöld eru mishá en hversu há veltur á þyngd bílsins og losun koltvísýrings. Því þyngri sem bílinn er, því hærri eru þau. Því meiri koltvísýring sem bílinn losar, því hærri er skatturinn.

  • Á heimasíðu ríkisskattstjóra er reiknivél bifreiðargjalda. Þar má  reikna út birfreiðargjöld með því að slá inn eiginþyngd bílsins og skráða losun koltvísýrings (ef hún er til staðar).

Á heimasíðu Ríkisskattstjóra má finna reiknivél fyrir bifreiðagjöld

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar