Í bakstri og eldamennsku (og reyndar ýmsu fleiru) flækjast mælieiningarnar stundum fyrir manni.  Hvað á ég að gera ef uppskriftin inniheldur bjánalegar amerískar mælieiningar á borð við “bolla?” Hvað er til ráða ef maður á ekki vigt en uppskriftin biður um 200g af hveiti?

Þumalputtareglur til að breyta mælieiningum milli kerfa:

Celsíus/Fahrenheit

Að breyta Fahrenheit-gráðum í Celsius-gráður er einfalt: Dragðu 32 frá og deildu útkomunni með 1,8. Svo er það akkuratt öfugt ef þú vil breyta °C í °F: margfaldaðu töluna með 1,8, og bættu svo við 32

(Ef þú ert ekki með reiknivél við höndina, er ágætis nálgun að nota 2 í staðinn fyrir 1,8, og 30 í stað 32)

Dæmi: Breytum 200°C í F: 200 * 1,8 + 32 = 392°F

Desilítrar/Bollar

Hugtakið bolli er nokkuð óljóst, en algengast er að bolli samsvari 250mL eða 2,5 desilítrum. Það er ágæt þumalputtaregla.

Skeiðar

Oft er talað um teskeiðar af þessu og matskeiðar af hinu. Það er einfalt að breyta á milli þeirra mælieininga: 3 teskeiðar = 1 matskeið = 15mL

Únsur

Únsa (skammstafað oz) jafngildir 28 grömmum af þurrefni eða 28 mL af vökva.

Kíló/Pund

Pund er 454 grömm, eða tæplega hálft kíló. Fín þumalputtaregla er að ímynda sér að 1kg sé jafnt 2 pundum, og draga svo smávegis frá.

Dæmi: 20 punda lax er rúm 9 kíló að þyngd, rétt minna er 10kg.

Nokkrar þægilegar þumalputtareglur til að umbreyta grömmum (g) í desilítra (dl)

Þurrefni

1 dl hveiti = 50 g
1 dl haframjöl = 35 g
1 dl hrísgrjón (ósoðin) = 80 g
1 dl kakó = 40 g
1 dl kartöflumjöl = 80 g
1 dl kókosmjöl = 35 g
1 dl strásykur =85 g
1 dl flórsykur =60 g
1 dl púðursykur =70 g

Blautefni 

1 dl síróp =140 g
1 dl smjör eða smjörlíki = 95 g
1 dl olía = 90 g
1 dl hunang =120 g
1 dl hnetur= 50 g
1 dl möndlur = 50 g
1 dl rúsínur = 60 g
1 dl rifinn ostur = 35 – 40 g

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar