Hvað kostar að flytja að heiman?

Það er ekki hægt að setja einn verðmiða á hvað það kostar að flytja að heiman. En fólk getur auðveldlega gert kostnaðaráætlun og þannig fundið gróflega út hvað það muni kosta að búa einn. Ýmislegt þarf þó að taka inn í dæmið svo sem:

  • húsaleigu eða afborganir lána;
  • hita og rafmagn;
  • sjónvarp, Netið og síma;
  • mat og drykk;
  • heimilisvörur, s.s. hreingerningarefni og salernispappír;
  • afþreyingu og tómstundir;
  • samgöngur;
  • fatnað og kostnað við aðhald, t.d. klippingu;
  • lyf og lækniskostnað;
  • óvæntan tilfallandi kostnað, s.s. afmælisgjafir eða ný húsgögn, áhöld og hreinlætistæki.

Einnig er gott að hafa í huga hvaða tekjur koma inn á móti: Hver eru mánaðarlaunin? Hverjar eru ráðstöfunartekjur eftir skatt og önnur gjöld? Hver er framfærslan frá LÍN? Hefur maður rétt á húsaleigubótum?

Á síðu velferðarráðuneytis má finna reiknivél fyrir neysluviðmið íslenskra heimila. Þar má reikna út meðalneyslu sem og fylla út í eigin áætlun.
Á heimasíðu Fjármálaskólans má finna reiknivél fyrir rekstur heimilis.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar