Hvað er verðbólga?

Til að skilja hugtakið „verðbólga“ er sniðugt að rýna í orðið sjálft. Verðbólga þýðir í raun að verð á vöru bólgnar út. Með öðrum orðum, þá hækkar það. Svo dæmi sé tekið: Ef epli kostar 100 krónur í ársbyrjun 2012 en kostar svo 106 krónur um mitt ár, þá er 6% verðbólga.

Einnig má útskýra verðbólgu á þennan hátt:

Peningar eru mælieining svona rétt eins og sentimetrar og lítrar. Ólíkt þeim mælieiningum þá er verðmæti peninga síbreytilegt. Þegar hlutir hækka í verði gagnvart gjaldmiðlinum, þ.e. þegar appelsína kostar tilteknum prósentum meira en áður, þá er verðbólga. Ef appelsínan kostar svo minna en hún gerði áður, þá er verðhjöðnun.

Hvernig er verðbólga reiknuð út?

Notast er við vísitölu neysluverðs og breytingar á henni til að reikna út verðbólgu. Vísitala neysluverðs er í raun vörukarfa sem inniheldur ýmislegt í árlegum útgjöldum heimila, s.s. matar- og fasteignaverð. Mánaðarlega gerir Hagstofan verðkannanir á þessari vörukörfu og skoðar hvort hún hækkar (þ.e. hvort það sé verðbólga) eða lækkar (þ.e. hvort það sé verðhjöðnun).  Þannig er hægt að sjá hver verðbólga er á ákveðnu tímabili. Yfirleitt er verðbólga reiknuð á mánaðar- og ársgrundvelli.

Á heimasíðu Hagstofunnar má finna svör við algengum spurningum um verðbólgu og vísitölu neysluverðs.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar