Hvað er jöfnunarstyrkur?

Jöfnunarstyrkur, eða dreifbýlisstyrkur, er ætlaður nemendum við framhaldsskóla sem stunda nám fjarri heimili sínu. Námið verður að vera skipulagt framhaldsskólanám að lágmarki 1 árs langt. Ekki er hægt að sækja um jöfnunarstyrk fyrir námi erlendis.

Hverjir eiga rétt á jöfnunarstyrk?

Þumalputtareglan er sú að allir framhalds- og menntaskólanemar sem stunda nám fjarri heimili sínu eiga rétt á jöfnunarstyrk. Nemendur sem eru á námslánum geta þó ekki fengið jöfnunarstyrk samhliða lánunum. Námið verður að vera skipulagt framhaldsskólanám, að lágmarki 1 ár og að hámarki 4 ár.

Hvernig er sótt um jöfnunarstyrk?

Menntasjóður námsmanna sér um umsóknir og úthlutanir jöfnunarstyrkja. Sótt er um á heimasíðu Menntasjóðs námsmanna. Umsóknarfrestur er til 15. október fyrir haustönn og 15. febrúar fyrir vorönn frekari upplýsingar er hægt að finna hér: https://menntasjodur.is/jofnunarstyrkur/

Hversu hár er jöfnunarstyrkur?

Upphæðin er misjafnlega há ár hvert en hversu há tengist t.d. fjárlögum og fjölda umsókna. Skólaárið 2020/2021 er jöfnunarstyrkurinn 168.000 kr fyrir dvalarstyrk og 98.000 kr fyrir akstursstyrk.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar