Hvað er jöfnunarstyrkur?

Jöfnunarstyrkur, áður dreifbýlisstyrkur, er ætlaður nemendum við framhaldsskóla sem stunda nám fjarri lögheimili sínu. Námið verður að vera skipulagt framhaldsskólanám að lágmarki 1 árs langt. Ekki er hægt að sækja um jöfnunarstyrk fyrir námi erlendis.

Hverjir eiga rétt á jöfnunarstyrk?

Þumalputtareglan er sú að allir framhalds- og menntaskólanemar sem stunda reglubundið nám fjarri heimili sínu og fjölskyldu eiga rétt á jöfnunarstyrk. Nemendur í starfs-, iðn- og aðfaranámi geta átt rétt á bæði jöfnunarstyrk og námslánum.

Námið verður að vera skipulagt framhaldsskólanám, að lágmarki 1 ár og að hámarki 4 ár.

Hvernig er sótt um jöfnunarstyrk?

Menntasjóður námsmanna sér um umsóknir og úthlutanir jöfnunarstyrkja. Sótt er um á heimasíðu Menntasjóðs námsmanna. Umsóknarfrestur er til 15. október fyrir haustönn og 15. febrúar fyrir vorönn frekari upplýsingar er hægt að finna hér.

Hversu hár er jöfnunarstyrkur?

Upphæðin er misjafnlega há ár hvert en hversu há tengist t.d. fjárlögum og fjölda umsókna. Skólaárið 2021/2022 er jöfnunarstyrkurinn 177.000 kr. fyrir dvalarstyrk og 102.000 kr. fyrir akstursstyrk.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar