Af hverju þarf að semja um tryggingar?

Þegar trygging er keypt hjá tryggingafélagi má ganga út frá því að upphæð tryggingar hækki því sem samsvarar verðbólgu á hverju ári. Sum fyrirtæki bjóða svo upp á upphafsafslætti sem detta út eftir að fyrsta ár viðskipta. Það er því ekki óalgengt að tryggingar hækki mjög milli ára og nauðsynlegt að fólk hafi augun hjá sér þegar verið er að skoða þennan kostnaðarlið. Einnig geta aðstæður heimilis breyst skyndilega og því ekki alltaf sama tryggingaþörf milli ára.

Hvað ber að hafa í huga?

Það að semja um tryggingar getur verið flóknið, því leggjum við til að þú hugir fyrst og fremst að þessu þrennu(3):

  • Verð
  • Tegund
  • Skilmálar

Verð

Hvað kosta tryggingarnar? Er veittur afsláttur? Ef svo er, hve lengi gildir hann? Stundum er afsláttur greiddur eftir á ef viðskiptavinur er tjónlaus yfir tryggingatímabilið. Mögulegt er að skipta tryggingakostnaði upp í mánaðargreiðslur eða fá stakan reikning fyrir allt árið, þá er gott að athuga hvort einhver munur sé á þessum greiðsluleiðum.

Tegund

Til eru ýmsar tegundir af tryggingum sem taka á mismunandi hlutum. Oft er nauðsynlegt að meta verðmæti eigna áður en ákvörðun er tekin um hvort það eigi að tryggja. Hér eru nokkrar tegundir trygginga:

  • Heimilistrygging tekur á skaða sem verður á eigum inn á heimili og er yfirleitt skilgreind út frá upphæð tryggingar.
  • Bifreiðatrygging bætir upp tjón sem þú veldur á ökutæki annarra. Bifreiðaeigendum er skilt að vera með þessa tryggingu. Lesa má nánar um bifreiðatryggingar hér.
  • Kaskótrygging bætir tjón sem þú veldur á þínu eigin ökutæki.
  • Líftrygging er greidd út ef andlát þitt ber að og er greidd til dánarbús þíns. Upphæðin er eftir samning.
  • Sjúkdómatrygging kemur sér vel ef vinnutap verður vegna alvarlegra veikinda og er uppæðin eftir samning.

Til eru fleiritegundir trygginga og þessi listi langt frá því að vera tæmandi. Best er að meta hverju er þörf á og er oftast best að miða við sitt eigið mat í þeim efnum. Aðrir utanaðkomandi þættir geta líka skipt máli. Til dæmis er gott að athuga hvernig vernd vinnustaðir eða verkalýðsfélög bjóða upp áður en líf- eða sjúkdómatrygging er keypt.

Skilmálar

Skilmálar tryggingafélaga geta verið mjög flóknir og borgar sig að skoða þá vel. Þar er skilgreint við hvaða aðstæður tjón er bætt. Auk þess er sjálfskuldarábyrgð (sú upphæð sem þú ert ábyrg(ur) fyrir) oft mismunandi milli tryggingafélaga. Þessi hluti verður mjög mikilvægur ef tjón ber að garði og nauðsynlegt er að gá hvort að tryggingarnar bæta það.

Er nóg að velja sitt tryggingafélag og spá aldrei aftur í þessum málum?

Alls ekki. Eins og áður sagði þá bjóða mörg tryggingafélög upp á byrjunarafslátt og getur því jafnvel borgað sig að endurskoða tryggingar árlega. Í sumum tilvikum er hægt að spara verulegar fjárhæðir. Yfirleitt breytir fólk ekki sjúkdóma- eða líftryggingum því það getur verið dýrt en allt annað ætti að skoða reglulega.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar