Sjúkdómatrygging

Íslendingar eru einstaklega heppnir þar sem ríkið ábyrgist sjúkratryggingu fyrir alla og fá allir landsmenn aðgang að sjúkrahúsum og læknum. Þó geta erfiðleikar myndast ef að langtímaveikindi ber að garði. Til að vera vel undirbúinn getur verið gott að athuga hvort vinnustaður eða verkalýðsfélag veiti einhverja vernd eða hvort þörf sé á tryggingu frá tryggingafélagi.

Verkalýðsfélög

Áður en sérstök sjúkdómatrygging er keypt af tryggingafélagi er gott að athuga hvort að verkalýðsfélag býður upp á einhvers konar vernd vegna langtímaveikinda. Oft er það tilvikið til dæmis er VR með sjúkrasjóð sem veitir allt að 9 mánaða vernd.

Hvað bjóða tryggingafélögin upp á?

Hægt er að kaupa sérstaka sjúkdómatryggingu hjá tryggingafélögum. Heildarfjárhæð tryggingar fer eftir samningum og er oft hægt að fá hana greidda út í einu lagi eða mánaðarlega yfir ákveðið tímabil. Í flestum tilvikum er tryggingin einungis gild fyrir ákveðna fyrirframskilgreinda sjúkdóma og því þarft að skoða skilmála til að meta hvort hún henti. Hægt er að kaupa sjúkdómatryggingar hjá eftirfarandi félögum:

Hvernig virkar sjúkratrygging erlendis?

Áður en haldið er erlendis er ágætt að kynna sér sjúkratryggingar. Allir Íslendingar eru tryggðir innanlands en aðstæður eru mismunandi erlendis og er gott að kynna sér þær áður en lagt er af stað í ferðalag. Í sumum tilfellum getur verið gott að verða sér úti um viðbótartryggingar ef ætlunin er að taka einhverja áhættu, t.d. fara í teygjustökk, fjallaklifur o.fl. Hægt er að kynna sér viðbótartryggingar hjá tryggingafélögum.

Ef verið er að ferðast til lands sem er í EES eða Sviss er hægt að fá Evrópska sjúkratryggingakortið  án endurgjalds en það staðfestir rétt til nauðsynlegar heilbrigðisþjónustu á meðan tímabundin dvöl stendur yfir. Ef landið tilheyrir ekki þessum ofantöldu löndum geta ferðalangar fengið hluta af sjúkrakostnaði greiddan.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar