Hvað er raunfærnimat?

Raunfærnimat er leið fyrir fólk sem hefur reynslu af iðnaðarstörfum til að komast í formlegt nám í viðkomandi grein. Ef fólk hefur lengi starfað við ákveðinn iðnað, svo sem húsasmíði, matreiðslu eða pípulagnir, getur það farið í matsferli og þannig stytt formlegt nám í greininni. Hugmyndin er sú að reynsla sem fólk hefur öðlast í starfi geti orðið hluti af námi sem það hyggst fara í.

Hvaða kröfur þarf að uppfylla til að fara í raunfærnimat?

Einstaklingar sem fara í raunfærnimat þurfa að vera minnst 23 ára og hafa 3 ára starfsreynslu í greininni. Umsækjandi þarf að geta staðfest færni sína, svo sem með upplýsingum frá vinnuveitanda og verklegum sýnidæmum.

Af hverju að fara í raunfærnimat?

Raunfærnimat býr til leið fyrir fólk svo það geti aukið kunnáttu sína og öðlast frekari réttindi. Með því að ljúka formlegu námi í grein opnast fleiri tækifæri. Raunfærnimat hjálpar þeim sem ekki luku námi að gera slíkt og flýtir fyrir námi hjá þeim sem aldrei hafa innritað sig í skóla.

Hvar getur fólk farið í raunfærnimat?

Best er að hafa samband við námsráðgjafa hjá þeim skóla sem fagið er kennt í. Þar er hægt að fá hjálp og leiðbeiningar um matsferlið, reglur, nám og annað.

Veistu ekki hvort þú eigir erindi í raunfærnimat? Þú getur athugað það með því að fylla út skimunarlista á heimasíðunni Næsta skref.

Á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins má finna upplýsingar um raunfærnimat.

Á heimasíðu Iðunnar – fræðsluseturs má einnig finna upplýsingar um raunfærnimat.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar