Hvað er raunfærnimat?

Raunfærnimat er leið fyrir fólk sem hefur reynslu af iðnaðarstörfum til að komast í formlegt nám í viðkomandi grein. Ef fólk hefur lengi starfað við ákveðinn iðnað, svo sem húsasmíði, matreiðslu eða pípulagnir, getur það farið í matsferli og þannig stytt formlegt nám í greininni. Hugmyndin er sú að reynsla sem fólk hefur öðlast í starfi geti orðið hluti af námi sem það hyggst fara í.

Hvaða kröfur þarf að uppfylla til að fara í raunfærnimat?

Einstaklingar sem fara í raunfærnimat þurfa að vera minnst 25 ára og hafa 5 ára starfsreynslu í greininni. Umsækjandi þarf að geta staðfest færni sína, svo sem með upplýsingum frá vinnuveitanda og verklegum sýnidæmum.

Af hverju að fara í raunfærnimat?

Raunfærnimat býr til leið fyrir fólk svo það geti aukið kunnáttu sína og öðlast frekari réttindi. Með því að ljúka formlegu námi í grein opnast fleiri tækifæri. Raunfærnimat hjálpar þeim sem ekki luku námi að gera slíkt og flýtir fyrir námi hjá þeim sem aldrei hafa innritað sig í skóla.

Hvar getur fólk farið í raunfærnimat?

Best er að hafa samband við námsráðgjafa hjá þeim skóla sem fagið er kennt í. Þar er hægt að fá hjálp og leiðbeiningar um matsferlið, reglur, nám og annað.

Á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins má finna bækling um raunfærnimat.

Á heimasíðu Iðunnar – fræðsluseturs má finna frekar upplýsingar um raunfærnimat.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar