Um Nordjobb

Nordjobb miðlar árstíðabundnum störfum, húsnæði og menningar- og frístundadagskrá til ungmenna á aldrinum 18-30 ára. Nordjobb vinnur að því að auka hreyfanleika á norræna vinnumarkaðnum og að auka þekkingu á tungumálum og menningu í norðurlöndunum. Frá 1985 hefur Nordjobb veitt 27.000 ungmennum á aldrinum 18-30 ára norrænt land yfir sumarmánuðina. Með því að taka þátt í Nordjobb leggja bæði þátttakendur og vinnuveitendur sitt af mörkum til að auka hreyfanleika yfir landamæri norðurlandanna.

Nordjobb útvegar húsnæði

Nordjobb útvegar húsnæði fyrir þátttakendur en leigusamningur er í nafni þátttakandans sem borgar sjálfur leigu milliliðalaust til leigusalans. Leigan er nánast alltaf greidd fyrirfram. Húsnæðið er í flestum tilfellum stúdentaíbúðir þar sem leigan er aðeins ódýrari en á almennum markaði. Reynt er að útvega húsnæði í nálægð við vinnustaðinn.

Nordjobb útvegar tómstundadagskrá

Nordjobb skipuleggur tómstundadagskrá og er með ákveðna viðburði í hverri viku í stærri Nordjobb bæjunum. Á kvöldin getur til dæmis verið á dagskrá að fara í fótbolta eða sauna. Víða er einnig boðið upp á ókeypis tungumálanámskeið.

Hvaða lönd eru í Nordjobb samstarfinu?

  • Ísland
  • Danmörk
  • Finnland
  • Færeyjar
  • Grænland
  • Noregur
  • Svíþjóð
  • Álandseyjar

Hver eru launin í Nordjobb?

Launin eru mismunandi eftir löndum og störfum. Hægt er að nálgast yfirlit yfir lönd og dæmi um störf í einfaldri töflu á vef Nordjobb.

Hvað kostar að taka þátt í Nordjobb?

Það kostar ekkert að sækja um, en einstaklingar í Nordjobb greiða allan daglegan kostnað sjálfir. Að taka þátt í Nordjobb felur í sér ýmsan ferðakostnað, farsímareikninga, húsaleigu, mat og annað.

Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga…

  • Ekki reikna með að koma út í gróða eftir Nordjobb. Betra er að líta á þetta sem möguleika til að öðlast starfsreynslu á hinum Norðurlöndunum, stækka tengslanetið, upplifa norræna menningu og bæta kunnáttuna í norðurlandamálunum.
  • Til að mega taka þátt í Nordjobb þarf maður að vera með norrænan ríkisborgararétt eða vera ríkisborgari í Evrópusambandslandi.
  • Umsækjendur verða að vera á aldrinum 18 til 30 ára.
  • Umsækjendur þurfa að hafa nokkuð góðan grunn í norðulandamáli; dönsku, sænsku eða norsku.
  • Ekki er hægt að taka þátt í Nordjobb starfi í sama landi og maður er með ríkisborgararétt í.
  • Einn af hverjum fimm sem sækir um starf í gegnum Nordjobb fær atvinnutilboð.
  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar