Hvað þurfa foreldrar að eiga þegar þeir eignast barn?

Tilvonandi foreldrar þurfa að verða sér út um ýmsa hluti og muni áður en barn kemur inn á heimilið. Hér að neðan má finna gátlista yfir barnadót sem gæti verið foreldrum mikilvægt fyrstu mánuðina. Athugið að listinn er alls ekki tæmandi:

Svefnherbergið:

  • Vagga/rúm, dýna, sæng og koddi.
  • Rúmföt og lök (2-3 sett).
  • Snuð.
  • Hlustunartæki (e. baby-monitor).

Föt:

  • Sokkar.
  • Hlý nærföt.
  • Sokkabuxur.
  • Síðerma- og stutterma samfellur.
  • Peysur/skyrtur.
  • Buxur.
  • Útiföt, s.s. kuldagalla og/eða úlpu.
  • Húfur og vettlingar.
  • Smekkir.

Hreinlæti og heilsa:

  • Bleyjur og blautþurrkur.
  • Rassakrem.
  • Skiptiborð.
  • Skiptitaska.
  • Þvottabali.
  • Þvottapokar.
  • Eyrnapinnar fyrir naflann.
  • Handklæði/hettuhandklæði (gott að eiga 3).
  • Naglaklippur.
  • Sjampó, olíur og krem.
  • Hitamælir.
  • Nefsuga.
  • Hárbursti.
  • Nuddolíu (ekki nauðsynlegt en gott til að bera á barnið eftir bað).

Útivera í vagni:

  • Barnavagn, kerra og kerrupoki.
  • Flugnanet.
  • Svefnpoki, teppi og koddar.
  • Gott er að hafa sértösku fyrir það sem fylgir barninu, þá verður auðveldara að finna það sem þarf (t.d. bleyjur, bossakrem og föt).

Bíllinn:

  • Bílstóll/burðarrúm í bíl.
  • Sólskyggni.
  • Baksýnisspegil (ekki nauðsynlegt en gott til að geta fylgst með barninu).

Brjóstagjöf:

  • Brjóstainnlegg.
  • Húðkrem.
  • Gjafa-brjóstahaldarar.
  • Pelar og túttur.
  • Gjafapúði.
  • Brjóstapumpa.

Fæðingardeild Landspítalans hefur tekið saman myndband um það sem gott er að hafa með sér á fæðingardeildina.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar