Hvað er foreldraorlof?
Foreldrar geta tekið allt að 16 vikna ólaunað leyfi frá störfum til að annast barn sitt. Þessi réttur fylgir hverju barni fram að 8 ára aldri.
Foreldraorlofið má taka í einu lagi eða skipta því niður í styttri tímabil, eða taka það út í minnkuðu starfshlutfalli. Vilji maður taka út foreldraorlof ber að tilkynna það til vinnuveitanda að minnsta kosti sex vikum áður en maður hyggst hefja orlofið.
- Foreldraorlofi fylgja ekki greiðslur úr fæðingarorlofssjóði. Lesa má um fæðingarorlof hér.
- Foreldrar geta ekki framselt rétt til foreldraorlofs sín á milli. Það geta þeir hinsvegar með hluta fæðingarorlofsins.
Nánar má lesa sér til um foreldraorlof hér.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?