Félag ungra jafnréttissinna

Hinu húsinu
Pósthússtræti 3-5
101 Reykjavík

Hafa samband:

Netfang: felagjafnrettissinna@gmail.com
Á Fésbókinni: https://www.facebook.com/felagungrajafnrettissinna

Hvað er Félag ungra jafnréttissinna?

Félag ungra jafnréttissinna er þverpólitísk grasrótasamtök ungs fólks sem vill efla til vitundarvakningar um jafnréttismál og fjölbreytni í samfélaginu.  Félagið hefur einnig það hlutverk að vera vettvangur fyrir ungt fólk til að tjá sig um jafnréttismál. Félagið heldur reglulega fræðslu – og umræðufundi og stendur einnig að ýmsum viðburðum.

Fyrir hvað stendur Félag ungra jafnréttissinna

Félagið hefur þá framtíðarsýn að hver og einn verði metinn á einstaklingsgrundvelli.  Stefna félagsins er að sporna gegn fordómum og neikvæðum staðalmyndum.

Hvernig er hægt að taka þátt?

Reglulega eru haldnir opnir umræðu- og fræðslufundir og eru þeir auglýstir á Fésbókarsíðu félagsins.  Fólk á öllum aldri getur tekið þátt í starfi félagsins en þeir geta skráð sig á félagaskrá sem eru á aldrinum 14-28 ára.

Hjá Félagi ungra jafnréttissinna er hægt að…

  • taka virkan þátt í umræðu um jafnréttismál,
  • taka þátt í að stuðla að vitundarvakningu um jafnréttismál,
  • taka þátt í því að móta stefnu nýs félags,
  • koma hugmyndum sínum á framfæri,
  • skiptast á skoðunum,
  • kynnast nýju fólki,
  • fá reynslu af þátttöku í félagsstarfi,
  • fræðast.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar