Hvað gerir AIESEC ?

AIESEC eru stúdentasamtök rekin af stúdentum fyrir stúdenta og eru þau starfrækt í 126 löndum og með yfir 90.000 meðlimi. AIESEC eru stærstu stúdentareknu samtökin í heiminum og einblína þau aðallega á að gefa ungu fólki tækifæri til þess að takast á við raunveruleg, krefjandi verkefni og með því þróa og þjálfa leiðtogahæfileika sína til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið.

Fyrir hvað stendur AIESEC á íslandi?

AIESEC á Íslandi hefur það að lykilmarkmiði að minnka bilið á milli stúdenta og viðskiptalífsins, annað hvort með því að gefa meðlimum sínum tækifæri á vinnu við samtökin í virku teymi (markaðsstörf, sölustörf, viðburðarstjórnun og svo framvegis) eða með því að fara í starfsþjálfun erlendis í 2 – 18 mánuði í einu af þeim 126 löndum þar sem AIESEC er starfrækt. Starfsþjálfanir sem þessar hjálpa stúdentum við að þróa færni sína í starfi með því að nota það sem þeir læra í samtökunum seinna í atvinnulífinu. Þeir læra hvernig á að reka fyrirtæki, læra mögulega nýtt tungumál og verða sérhæfðari á sínu sviði.

Hvernig er hægt að taka þátt?

Umsóknir til að taka þátt í leiðtogaverkefni eða meðlimaverkefni fara fram tvisvar sinnum á ári. Tilkynningar berast á vefsíðuna þegar hægt er að sækja um. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðunni: www.aiesec.org

Hjá AIESEC er hægt að…

  • dvelja erlendis og vinna við sjálfboðaliðastörf,
  • bæta frammistöðu sína og læra að finna nýjar lausnir,
  • framkvæma sínar eigin hugmyndir,
  • leggja til uppbyggingu annarra með því að deila reynslu sinni og þekkingu,
  • opna hugarfar sitt varðandi aðra menningarheima,
  • vera viðriðinn mismunandi viðfangsefni tengd félagslegum málefnum,
  • notfæra sér þau tengsl sem munu myndast við fólk frá öðrum menningarheimum,
  • læra að aðlaga sig að mismunandi aðstæðum og fólki,
  • auka færni í samningatækni.

Hvað kostar að fara út sem sjálfboðaliði á vegum AIESEC?

Kostnaðurinn við að fara út á vegum AIESEC er 162.000 kr. Flug til og frá Íslandi er ekki innifalið í þessu verði.

Hvað er innifalið í þjónustu AIESEC?

  • Innifalin eru námskeið frá öðrum sem hafa farið erlendis á vegum AIESEC, þar sem farið er yfir öll þau atriði sem upp geta komið í öðrum menningarheimum.
  • Aðstoð við að finna störf við hæfi sem og stuðningur ef eitthvað kemur uppá erlendis.
  • Aðgangur að starfskerfinu í ótal löndum og fjölbreyttum störfum; allt frá enskukennslu og vinnu á munaðarleysingjahælum upp í að skipuleggja bæjarhátíðir eða fræðsludaga um t.d. HIV.

AIESEC á Íslandi

Menntavegi 1
101 Reykjavík
Netfang: aiesec@aiesec.is
Facebook: https://www.facebook.com/aiesec.iceland

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar