Breytendur – Changemaker á Íslandi

– Ungliðahreyfing Hjálparstarfs kirkjunnar

Háaleitisbraut 66
105 Reykjavík
Sími: 663-9939
Netfang: changemaker@changemaker.is
Heimasíða: www.changemaker.is
Fésbókin: www.facebook.com/breytendur

Hvað gera Breytendur?

Changemaker finnur grundvallarorsakir óréttlætis í heiminum og reynir að uppræta þær. Það er ekki tilviljun að samfélagið er eins og það er og að nú er óréttlæti í heiminum. Það er fólk sem hefur mótað samfélagið og það er fólk sem mun halda áfram að móta það –  fólk eins og við. Þess vegna er það ekki óraunhæft þegar við segjum „Auðvitað getum við breytt heiminum!“.
Á Íslandi starfa Breytendur í litlum hópum sem bæði vinna í smærri verkefnum sitt í hvoru lagi og svo saman að stærri herferðum. Meðal smærri verkefna sem þeir hafa unnið að er að fá skóla og kirkjur til þess að skipta út kaffi sínu og te í Fairtrade vottaðar vörur. Sú vottun tryggir að bændurnir sem ræktuðu kaffibaunirnar og verkamennirnir sem týndu þær hafi fengið borguð sanngjörn laun fyrir vinnu sína. Meðal stærri herferða var áskorun til stjórnvalda um að viðurkenna ábyrgð Íslands á þætti sínum í hlýnandi loftslagi jarðarinnar, og þeim hörmungum sem sú hlýnun hefur í för með sér fyrir íbúa margra þróunarlanda.

Changemaker finnur grundvallarorsakir óréttlætis í heiminum og reynir að uppræta þær. Það er ekki tilviljun að samfélagið er eins og það er og að nú er óréttlæti í heiminum. Það er fólk sem hefur mótað samfélagið og það er fólk sem mun halda áfram að móta það.

Fyrir hvað standa Breytendur?

Breytendur eru sjálfstæð ungliðahreyfing studd af Hjálparstarfi kirkjunnar sem hefur það markmið að gera heiminn að sanngjörnum stað. Hreyfingin er vettvangur fyrir ungt fólk til þess að nýta réttlætiskennd sína og atorku í verkefni sem munu koma að gagni. Breytendur einbeita sér að því að finna rætur þeirra vandamála sem valda fátækt og óréttlæti í þriðjaheimsríkjum, og leiðir til þess að uppræta þau í okkar nærsamfélagi. Allt sem við gerum hefur áhrif og við getum valið að hafa áhrif til góðs. Breytendur eru meðlimir í hinu alþjóðlega Changemaker neti sem á uppruna sinn að rekja til Noregs.

Hvernig er hægt að taka þátt?

Allir sem eru á aldrinum 13-30 ára eru velkomnir í starf hreyfingarinnar, óháð trú, kynhneigð og þjóðerni. Enginn er of óreyndur til að taka þátt og allir hafa hæfileika sem er hægt að nýta í starfi sem þessu.

Í Breytendum er hægt að…

  • læra meira um grundvallarorsakir óréttlætis í þróunarríkjum;
  • taka þátt í og skipuleggja herferðir, viðburði, fundi og mót;
  • nýta drifkraft þinn til góðs í félagsskap við ungt fólk sem vill gera slíkt hið sama;
  • föndra boli, borða, bæklinga, vefsíður, myndbönd… en Breytendur búa til sitt efni sjálfir;
  • vekja athygli á góðu málefni með gjörningum á götum úti;
  • kynnast alþjóðlegu netverki Changemaker sem nær til Noregs, Finnlands, Ungverjalands, Hollands, Pakistan og Kenya;
  • taka þátt í að breyta heiminum!

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar