Garðyrkjufélag Íslands

Frakkastíg 9
101 Reykjavík

Hafa samband?

Sími 552-7721
Netfang: gardurinn@gardurinn.is
Heimasíða: www.gardurinn.is

Hvað gerir Garðyrkjufélag Íslands?

 • Garðyrkjufélags Íslands var stofnað árið 1885 af Georg Schierbeck landlækni. Stofnun félagsins var snar þáttur í baráttu fyrir bættu heilbrigði og lækkun ungbarnadauða, með því að auka hollustu í mataræði landsmanna.
 • Félagið er áhugamannafélag um gróður og garða og er öllum opið.
 • Árlega fá félagar sent Garðyrkjuritið, sem er vandað og metnaðarfullt rit um gróður og garða.
 • Garðurinn í dagblaðsformi, kemur út í  lok maí, og er dreift til félaga en liggur auk þess frammi hjá helstu garðplöntustöðvum.
 • Fræðslufundir eru haldnir yfir veturinn.
 • Garðaskoðun er árlegur viðburður.
 • Garðagöngur eru farnar reglulega frá vori til hausts.
 • Farið er í skipulagðar fræðslu- og skoðanaferðir bæði innanlands og utan.
 • Frælisti með allt að 1000 tegundum og yrkjum er í boði.
 • Plöntuskiptidagar eru á vorin.
 • Félagar hafa aðgang að fimm klúbbum félagsins, sem eru:  Ávaxtaklúbbur, Blómaskreytingaklúbbur, Matjurtaklúbbur, Rósaklúbbur og Sumarbústaðklúbbur.
 • Félagið rekur öfluga heimasíðu.
 • Félagsskírteini félagsins veitir afslátt hjá helstu garðplöntusölum og ýmsum öðrum fyrirtækjum.
 • Deildir félagsins eru starfandi víða um land.
 • Félagið leigir grenndargarð á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrir hvað stendur Garðyrkjufélagið?

Hlutverk Garðyrkjufélags Íslands er:

 • að efla, varðveita og miðla þekkingu og auka áhuga á garðrækt og ræktunarmenningu um land allt;
 • að stuðla að uppbygginu fjölbreytts og fagurs gróðurríkis í byggðum landsins og nánasta umhverfi þeirra;
 • að sameina krafta aðila á sviði garðyrkju og ræktunar til aukinnar fræðslu, rannsókna og fegrunar á hinu byggða umhverfi;
 • að vera vettvangur félagsmanna til skoðanaskipta, skapandi samveru og miðlunar þekkingar og reynslu í ræktunar- og umhverfismálum;
 • að leiða saman kynslóðir og miðla þekkingu og reynslu milli þeirra og örva garðyrkjuáhuga þeirra sem yngri eru.

Gildi félagsins eru sköpunargleði, umhyggja, þrautseigja og forvitni.

Hvernig er hægt að taka þátt ?

Hægt er að skrá sig í félagið á heimasíðu félagsins, í  tölvupósti eða í síma 552-7721.
Árgjaldið er kr. 5900,-  auk þess kostar 1.000,- kr. aukalega að vera í Ávaxtaklúbb og Rósaklúbb félagsins.  Ekkert aukagjald er fyrir hina þrjá klúbbana.

 • Var efnið hjálplegt?
 •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar