JCI Ísland

Hellusundi 3
101 Reykjavík
Heimasíða: www.jci.is

Hvað er JCI?

JCI stendur fyrir Junior Chamber International.  JCI er alþjóðleg hreyfing fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 40 ára sem hefur áhuga og metnað til þess að efla hæfileika sína og hafa jákvæð áhrif í kringum sig.

Undirstaða starfsins er að efla einstaklinginn, gefa tækifæri til að vaxa í leik og starfi og gera hann þannig hæfari til að takast á við stjórnun og ábyrgð í félagsstarfi og athafnalífi.

Að ná árangri með JCI

Ekki er nóg að hafa eingöngu háa greindarvísitölu og réttu menntunina ef þú vilt ná árangri í lífinu. Nauðsynlegt er að hafa gott sjálfstraust, geta tjáð skoðanir sínar með áhrifaríkum hætti, geta selt öðrum hugmyndir sínar, geta unnið með ólíkum einstaklingum og geta laðað fram það besta í fólki.
Til að verða framúrskarandi á þínu sviði þarftu að þjálfa upp réttu tæknina og hafa rétta fólkið í kringum þig.
JCI er vettvangur til að sækja fullt af skemmtilegum námskeiðum,  víkka út tengslanetið og ná sér í dýrmæta reynslu með því að hrinda í framkvæmd eigin hugmyndum og þeirri þekkingu sem maður hefur aflað sér.

Hvernig er hægt að taka þátt í JCI?

Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á jci@jci.is.
Best væri hins vegar að skrá sig á næsta kynningarnámskeið JCI, en þau eru haldin reglulega. Skráning fer fram á vef JCI.

Hjá JCI getur þú:

  • kynnst nýju fólki og stækkað tengslanetið þitt,
  • sótt fjölbreytt námskeið og viðburði,
  • aukið færni þína í framkomu og ræðumennsku,
  • lært að stýra fundum og rita fundargerðir,
  • verið hluti af alþjóðlegri hreyfingu ungs fólks,
  • tekið þátt í samfélagslega bætandi verkefnum,
  • öðlast dýrmæta reynslu sem nýtist á atvinnumarkaði.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar