Lýðræði byggist á því að völd ríkisins komi frá almenningi og að hann hafi jafnan rétt til þess að hafa áhrif á yfirvöld.

Fulltrúalýðræði er útfærsla á lýðræði, þar sem almenningur fær að kjósa reglulega um það hverjir fara með völd ríkisins og geta valið á milli ólíkra kosta í hverjum kosningum.

Þá eiga kjósendur að geta refsað og verðlaunað yfirvöldum eftir því hvernig þau hafa staðið sig og valið þá sem þeir vilja helst til að stjórna. Þeir sem eru kosnir á þing eða í önnur embætti í fulltrúalýðræði fara síðan með ríkisvaldið í umboði kjósenda sinna.

Hvaðan kemur fulltrúalýðræðið?

Í Aþenu til forna var lýðræðið svokallað beint lýðræði, þar sem allir borgarar skiptust á að fara með völdin. Þegar almenningur í Evrópu og Bandaríkjunum gerði kröfu um lýðræði á 18. öld var það þó útfært sem svokallað fulltrúalýðræði.

Ríkin voru einfaldlega of stór og fjölmenn til þess að það gæti gengið að allir skiptust á að ráða. Samfélagið þótti of flókið og óstöðugt til þess að það væri skynsamlegt eða raunhæft.

Þess vegna var fulltrúalýðræði sú útfærsla sem byltingarmenn sættust á, þar sem almenningur fékk að kjósa sína fulltrúa á þing. Fulltrúalýðræði er því nokkurs konar hagræðing og verkaskipting sem gerir nútímasamfélagi mögulegt að búa við lýðræði.

Í Aþenu til forna var lýðræðið svokallað beint lýðræði, þar sem allir borgarar skiptust á að fara með völdin. Þegar almenningur í Evrópu og Bandaríkjunum gerði kröfu um lýðræði á 18. öld var það þó útfært sem svokallað fulltrúalýðræði.

Afhverju að kjósa? Smelltu hér til að skoða það nánar!

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar