Hvað er Au pair?
Au pair er sá eða sú sem býr hjá erlendri fjölskyldu á afmörkuðu tímabili og vinnur þar við heimilisstörf eða umönnun barna. Að gerast au pair getur verið ómetanlegt tækifæri til þess að ferðast um nýtt land, læra ný tungumál og að hafa gaman á sama tíma og maður vinnur sér inn smá aur.
Hvað gerir Au Pair?
Au pair eru fyrst og fremst barnfóstrur, en stundum taka þau að sér ýmis heimilisverk. Í staðinn fær au pair-inn ókeypis gistingu, fullt fæði og vasapening frá fjölskyldunni. Heilbrigðistrygging, kennitala og fleiri hagnýtir hlutir eru gjarnan innifaldir, en venjan er að au pair borgi allan ferðakostnað sjálf/ur.
Hvernig gerist ég Au Pair?
Til þess að gerast au pair þarf að komast í samband við erlenda barnafjölskyldu. Þetta getur stundum verið flókið, en er einfalt mál ef þú þekkir persónulega fjölskyldu erlendis. Ef þú þekkir enga barnafjölskyldu erlendis, er hægt að leita hjálpar hjá sérstökum au pair þjónustum eða samtökum, en það kostar yfirleitt einhvern pening.
Hver eru skilyrðin fyrir því að gerast Au Pair?
- Lágmarksaldur er 18 ár. Algengast er að au pair séu 18-24 ára, en í sumum löndum er hægt að gerast au pair upp að 30 ára aldri.
- Vinnutímabilið er breytilegt – sum au pair dvelja hjá fjölskyldunni yfir sumar, sum í heilt ár eða meira.
- Grunnþekking á tungumáli landsins er nauðsynleg.
- Ekki er krafist neinnar reynslu eða menntunar, en það hjálpar auðvitað að hafa unnið með börnum
- Bílpróf er stundum skilyrði og stundum ekki, en það hjálpar alltaf.
Hvar byrja ég?
Hugsaðu fram í tímann – yfirleitt eru engir sérstakir umsóknarfrestir til þess að gerast au pair, en best er að gefa sér nægan tíma til þess að finna fjölskyldu, skipuleggja ferðalagið, útvega vegabréfsáritun o.s.fr. Sæktu um með góðum fyrirvara.
Leitaðu hjálpar sérstakra au pair samtaka (sjá neðar). Það getur líka verið gott að tala við Eurodesk.
Hvar leita ég?
Nínukot – íslensk Au Pair þjóunsta
Au pair box – Mikið úrval af au pair tækifærum. Hér má finna spjallrás, upplýsingaveitu og reynslusögur.
Au pair search – Stór leitarvél fyrir gistifjölskyldur og au pair tækifæri. Hér má finna ýmis ráð um atvinnu- og dvalarleyfi, auk spjallborðs.
Au pair world – Au pair gagnagrunnur.
Find au pair – Vefsíða sem parar saman au pair og fjölskyldur. Hér eru spjallborð, upplýsingar um vegabréfsáritanir og fleira.
International Au Pair Association – Alþjóðasamtök Au pair-a.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?