Hvað gerir Specialisterne á Íslandi?
Specialisterne á Íslandi er sjálfseignarstofnun sem var stofnuð í ársbyrjun 2010. Markmið félagsins er að bæta atvinnumál einstaklinga á einhverfurófi á Íslandi en gera má ráð fyrir að um 2.000 – 3.000 einstaklingar á Íslandi séu á einhverfurófi.
Hvers vegna?
Lengi hafa ekki verið til sérhæfð atvinnuúrræði fyrir einstaklinga á einhverfurófi. Margir einstaklingar eru því atvinnulausir eða í störfum þar sem hæfileikar þeirra nýtast illa.
Hvernig?
Specialisterne hjálpa einstaklingum að þjálfa upp styrkleika og taka á veikleikum sínum. Unnið er með einstaklingsmiðaðar áætlanir þar sem tölvufærni er þjálfuð og áhersla er lögð á stundvísi og mætingu.
Markmiðið er atvinnuþáttaka eða áframhaldandi nám. Þess má geta að ríflega helmingur þátttakenda fer í vinnu og hafa yfir 50 þeirra nú þegar komist út á atvinnumarkaðinn.
Specialisterne á Íslandi
Er til húsa í:
Síðumúla 32
108 Reykjavík
Sími: 533-1513
Við mælum einnig með:
Heimasíðunni
Facebook síðunni
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?