Ákveðin lög gilda um vinnutíma unglinga

Vinnutími 15 til 17 ára ungmenna má að hámarki vera átta tímar á dag – og samtals 40 tímar á viku. Næturvinna er með öllu bönnuð. Börn 13 til 14 ára má ráða til starfa við léttari verk, s.s. þjónustustörf – en öll erfið og áhættusöm vinna er bönnuð.

Laun unglinga skulu alltaf vera samkvæmt kjarasamningum

Það er hreinlega ólöglegt að greiða lægri laun en kjarasamningar kveða á um. Því er gott að kynna sér kjarasamninga áður en samið er um laun. Ef fólk stendur sig vel í vinnu og er duglegt er ekkert óeðlilegt við það að fara fram á hærra kaup en kjarasamningar segja til um.

Á Áttavitanum má finna leiðbeiningar um hvernig semja má um laun.

Launataxtar ungmenna sem vinna í verslunum eru eftirfarandi samkvæmt samningi VR við SA:

  • 17. ára: 240.663 kr. í föst mánaðarlaun, eða 1.415 kr. á tímann í dagvinnu.
  • 16. ára: 227.143 kr. í föst mánaðarlaun, eða  1.336 kr. á tímann í dagvinnu.
  • 15. ára: 191.990 kr. í föst mánaðarlaun, eða 1.129  kr. á tímann í dagvinnu.
  • 14. ára: 167.653 kr. í föst mánaðarlaun, eða  986 kr. á tímann í dagvinnu.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Það er ekkert til í kjarasamningum sem heitir jafnaðarkaup!

Algengt er að fólk sem starfar í blandaðri vinnu, þ.e. dag-, kvöld- og helgarvinnu sé boðið svokallað jafnaðarkaup. Iðulega er það launþeginn sem tapar á þessu fyrirkomulagi. Ef vinnuveitandi býður fólki jafnaðarkaup skal starfsmaður óska þess að fá útreikninga sem sýna fram á hvernig jafnaðarkaup er reiknað út.

Ef einhver vafaatriði með jafnaðarkaup koma upp er ráðlegt að hafa samband við stéttarfélagið sitt og leita ráða.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar