Ákveðin lög gilda um vinnutíma unglinga

Vinnutími 15 til 18 ára ungmenna má að hámarki vera átta tímar á dag – og samtals 40 tímar á viku. Næturvinna er með öllu bönnuð. Börn 13 til 14 ára má ráða til starfa við léttari verk, s.s. þjónustustörf – en öll erfið og áhættusöm vinna er bönnuð. Börn yngri en 13 ára mega einungis vinna mjög létta vinnu.

Laun unglinga skulu alltaf vera samkvæmt kjarasamningum

Það er hreinlega ólöglegt að greiða lægri laun en kjarasamningar kveða á um. Því er gott að kynna sér kjarasamninga áður en samið er um laun. Ef fólk stendur sig vel í vinnu og er duglegt er ekkert óeðlilegt við það að fara fram á hærra kaup en kjarasamningar segja til um.

Á Áttavitanum má finna leiðbeiningar um hvernig semja má um laun.

Launataxtar ungmenna sem vinna í verslunum eru eftirfarandi samkvæmt samningi VR við SA:

  • 17 ára: 330.108 kr. í föst mánaðarlaun, eða 1.966 kr. á tímann í dagvinnu.
  • 16 ára: 311.563 kr. í föst mánaðarlaun, eða  1.855 kr. á tímann í dagvinnu.
  • 15 ára: 263.345 kr. í föst mánaðarlaun, eða 1.568  kr. á tímann í dagvinnu.
  • 14 ára: 229.963 kr. í föst mánaðarlaun, eða  1.369 kr. á tímann í dagvinnu.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Það er ekkert til í kjarasamningum sem heitir jafnaðarkaup!

Algengt er að fólk sem starfar í blandaðri vinnu, þ.e. dag-, kvöld- og helgarvinnu sé boðið svokallað jafnaðarkaup. Iðulega er það launþeginn sem tapar á þessu fyrirkomulagi. Ef vinnuveitandi býður fólki jafnaðarkaup skal starfsmaður óska þess að fá útreikninga sem sýna fram á hvernig jafnaðarkaup er reiknað út.

Ef einhver vafaatriði með jafnaðarkaup koma upp er ráðlegt að hafa samband við stéttarfélagið sitt og leita ráða.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar