Jafnaðarkaup

...ráðgjafar hjá stéttarfélögum geta gefið góð ráð hvað þessi mál varðar. Gott er að bera samninginn undir þá áður en þeir eru samþykktir.

0
4031

Hvað er jafnaðarkaup?

Jafnaðarkaup er ekki til í kjarasamningum en þó eru dæmi um að atvinnurekendur hafi samið við starfsmenn um slíkt. Algengt er að fólki sem starfar í blandaðri vinnu, þ.e. dag-, kvöld- og helgarvinnu sé boðið jafnaðarkaup. Jafnaðarkaup er hugtak sem vinnuveitendur hafa fundið upp, enda hljómar það vel við fyrstu sýn.  Þá er starfsmanninum boðið kaup sem er örlítið hærra en kaup fyrir klukkutímann í dagvinnu.  Hins vegar fær þá starfsmaðurinn sömu laun á tímann fyrir kvöld- og helgarvinnu.  Oft er um að ræða vinnustaði þar sem kvöld- og helgarvinnan er algengari, svo sem kaffihús og veitingastaði sem frekar eru opnir um kvöld og helgar.  Iðulega er það því launþeginn sem tapar á þessu fyrirkomulagi.

Hafðu í huga að í raun er ekkert til sem heitir jafnaðarkaup og samningur sem hveður á um slík laun er í raun ólöglegur.  Laun skulu greiðast í samræmi við gildandi samninga þ.e. dagvinna skal greidd á dagvinnutíma og yfirvinna fyrir alla vinnu sem unnin er utan þess tíma. Á vaktavinnu skal reikna ákveðið álag, eftir því hvenær tíma sólarhrings unnið er.

Hafa skal í huga að…

  • …ef fólki er tjáð að það sé viðhöfð venja hjá fyrirtækinu að greiða fólki jafnaðarkaup þá er ráðlegt að fá að sjá forsendur útreikninga og kanna til hlítar hver kjörin eru í raun og veru.
  • …forsendur útreikninga jafnaðarkaups eru oft rangar.
  • …ráðgjafar hjá stéttarfélögum geta gefið góð ráð hvað þessi mál varðar. Gott er að bera samninginn undir þá áður en þeir eru samþykktir.

Fræðslumyndband ASÍ um jafnaðarkaup.

Heimildir

VR – Ertu að fá rétt laun?

ASÍ – #EkkertSvindl

Samtök Atvinnulífsins – Jafnaðarkaup

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar