Sæl verið, ég er strákur 19 ára gamall sem er mjög einmanna í lífinu mínu og á erfitt með að koma mér af stað, hef engan að til að hjálpa mér og er rosalega þunglyndur sem hefur orði til þess að ég fæ ofhugsanir um tilgang minn í lífinu
Hæhæ og takk fyrir spurninguna
Þetta er mjög eðlilegur hlutur að ganga í gegnum. Þú ert að gera akkúrat það sem þú átt að vera gera tala um þetta og leita þér hjálpar. Við í Hinu Húsinu bjóðum á hópastarf hér er hlekkur á það ef þig langar að sækja um að taka þátt í því: https://hitthusid.is/umsokn-vinfus/
Það er líka alveg þess virði að kíkja á Bergið Headspace hér er hlekkur á grein á Áttavitanum um Bergið: https://attavitinn.is/stadir/bergid-headspace/
Síðan langar mig líka til að benda þér á eina grein um einmanaleika sem við erum með líka á Áttavitanum: https://attavitinn.is/heilsa/hvad-er-einmanaleiki/
Ef þú vilt tala eitthvað meira um þetta þá erum við líka hér í Hinu Húsinu alltaf til í kaffibolla endilega vertu í bandi við okkur.
Kveðja
Ráðgjöf Áttavitans
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?