Hvað er Bergið Headspace?
Bergið er ráðgjafasetur fyrir ungmenni upp að 25 ára aldri. Opnað var fyrir þjónustuna um miðjan september árið 2019. Bergið miðar að því að beita svo nefndri lágþröskuldaþjónustu. Hugmyndafræðin byggist á því að ungmenni viti að þau geta leitað til einhvers, sama hversu mikið eða lítið umfang vandamálsins sé.
Bergið stefnir að því að þróa þjónustu fyrir ungt fólk á forsendum þeirra. Það er gert með eftirfarandi markmið að leiðarljósi:
- Að skapa aðgengilega þjónustu með hlýtt, heimilislegt og opið viðmót
- Húsnæði Bergsins er fullt af kærleika og gleði þar sem ungmenni vita að hverju þau ganga í áreiðanlegu og heiðarlegu umhverfi
- Opin, sveigjanleg og fordómalaus þjónusta þar sem hlustað er á raddir ungmenna
Mottó Bergsins er „Fyrir ungt fólk á forsendum ungs fólks“.
Hvað gerir Bergið?
Veitir ungmennum einstaklingsmiðaða ráðgjöf og stuðning. Markmiðið er að bæta líðan og efla virkni ungmenna í samfélaginu. Í berginu geta einstaklingar fengið ókeypis viðtal við fagaðila sem kortleggur vanda, veitir stuðning, fræðslu og ráðgjöf um þjónustu í samfélaginu og brúar brýr milli kerfa.
Ungmenni geta einnig óskað eftir stuðningi við aðstandendur sína en athugið að þjónustan er ávallt veitt á forsendum þeirra.
Hvernig hef ég samband?
Í Berginu er búið að skapa notalegt og öruggt ungmenni fyrir ungmenni sem vilja nýta sér aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu. Tekið er á móti einstaklingum í húsakynnum Bergsins að Suðurgötu 10 alla virka daga frá kl. 13 – 18.
Einnig er hægt að nýta sér vefspjall sem er opið alla virka daga frá 13 – 17 en með vefspjallinu er líka hægt að skilja eftir skilaboð utan þess tíma og þá verður Bergið í sambandi við þig síðar.
Sími: 571-5580
Heimasíða: Bergid.is
Facebook
Instagram
Kynntu þér betur hvernig þú getur haft samband við Bergið.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?