Hver eru rèttindi fullorðins einstaklings vill fá sannað faðerni?

267

Ég er 29 ára og mig hefur mjög lengi grunað að ég sè rangfeðraður. Það eru margar ástæður fyrir því.
En þannig er màl með vexti að þegar èg hef leitað á netinu af upplÿsingum um faðernismál og hvernig dna prófum sé háttað að þá virðist það alltaf snúast um mömmuna og hennar rèttindi. Allt fyrir konunua. (Enda er ísland mjög kvenælgt samfèlag)
En hvaða rèttindi hef ég ef ég vill fara fram á faðernispróf? Þarf ég að borga það? Ef svo er það virkilega fáránlegt og mikil skömm að því.
Réttindi barna eiga að sjálfssögðu að vega þyngra en réttindi kvenna.

Hæ og takk fyrir spurninguna.

Samkvæmt barnalögum frá 2003 hefur barnið rétt á því að þekkja báða foreldra sína. Barnið getur sjálft höfðað véfengingarmál en það gerist ekki fyrr en eftir að það hefur alist upp án þess að kynnast lífföður sínum.
Þetta veldur mikið á því hvort þú þekkir hann sem þú heldur að sé faðir þinn og hvort hann sé viljugur til þess að fara í faðernispróf með þér og/eða hvort sá sem þú heldur að sé ekki faðir þinn sé viljugur til þess að ganga undir svona próf. Ef þeir eru ekki viljugir þarftu að fara með málið fyrir dóm og þá er það eina í stöðunni að leita til lögmanns.

Við mælum með því að þú byrjir á að setja þig í samband við þjónustu fulltrúa hjá syslumenn.is og kannir réttindi þín.

Mbk.

Áttavitinn ráðgjöf


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar