Margir á móti mér finnst mér

    44

    Daginn. Mér hefur gengið illa að vera að kynnast nýju fólki og í vinnu og ég get verið stjórnsamur en ég þoli ekki þegar að fólk segir mér að gera hluti og ég á 2 Óvini og á enga vini í sjálfum sér. Er alltaf einn og er á mínu 19 ári að vinna í búð og að hætta í skóla. Vantar hjálp og ráð hvað ég get gert til að komast áfram í lífinu

    Hæ og takk fyrir að hafa samband.

    Einmannaleiki getur haft mikil áhrif á líðan og því um að gera að vinna markvisst gegn því.

    Hér er linkur að grein með nothæfum punktum um hvernig er hægt að eignast nýja vini; https://attavitinn.is/sambond-og-kynlif/vinir/hvernig-eignast-madur-vini/

    Einnig eru til mörg félög og hópar sem hægt er að taka þátt í til að bæta félagslífið en gott er að finna félag sem að hentar þínu áhugasviði, hér fylgir listi sem er þó alls ekki tæmandi; https://attavitinn.is/samfelagid/felog-og-hopar/ https://attavitinn.is/samfelagid/felagsstarf/

    Að lokum fylgir listi yfir hvert er hægt að leita til að fá aðstoð við vanlíðan; https://attavitinn.is/heilsa/hvert-getur-folk-leitad-ef-thvi-lidur-illa/
    og gott er að muna að það eru fleiri í sömu sporum og þú og flest fólk er tilbúið að kynnast nýju fólki og eignast nýja vini.

    Með bestu kveðju,

    Áttavitinn.


    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar