Ef maður er einmana, eða langar til að breikka vinahópinn, er ýmislegt hægt að gera til að eignast nýja vini.

1Að vera meðal fólks

Það gerist lítið ef maður hangir heima fyrir framan sjónvarpið. Auðvitað má kynnast nýju fólki á Netinu, en það getur reynst gott að kynnast fólki í eigin persónu.

2Vinna bug á feimninni

Það er nauðsynlegt, ef maður vill kynnast nýju fólki. Og sé maður feiminn, þá verður maður bara samt að láta vaða og henda sér út í samskipti við annað fólk.

3Vera maður sjálfur

Það er eina leiðin ef maður vill stofna til nýrrar vináttu. Ef maður er að þykjast vera eitthvað annað en maður er, þá mun fólk fljótlega sjá í gegnum mann.

4Finna fólk á sömu bylgjulengd

Það getur verið gagnlegt að fara á námskeið eða ganga í félag sem maður hefur áhuga á. Þar kynnist maður fólki með sömu áhugamál og maður sjálfur.

5Vinna í samskiptahæfileikunum

Til eru margar leiðir til að vinna í því að verða hæfari í samskiptum, verða líflegri og skemmtilegri. Oft kemur þetta líka af sjálfu sér þegar maður slakar á og leyfir sér að vera maður sjálfur. En það getur líka verið sniðugt að efla samskiptahæfileikana meðvitað. Hægt er að sækja ýmis námskeið til þess, t.d. á vegum Dale Carnegie og lesa bækur sem fjalla um samskipti. Mikilvægast af öllu er þó að brosa, taka þátt í samræðum en gæta þess þó að tala fólk ekki í kaf.

6Fylgja samskiptunum eftir

Þegar maður hefur hitt nýja manneskju sem maður vill kynnast betur þarf að gæta þess að halda sambandinu á lofti. Tölvupóstur, símtal eða vinabeiðni á Fésbókinni getur verið ágætis byrjun.

7Stunda félagsstarf

Það getur verið sniðugt að taka þátt í félagsstarfi til að kynnast fólki.  Flest félög og hópar taka vel á móti nýliðum og eru þannig vettvangur til þess að hitta fyrir fólk sem hefur svipuð áhugamál og þú. Gakktu í kór, stundaðu skátastarf eða skelltu þér í fótbolta. Hvað sem er!

Á áttavitanum er listi yfir alls konar félög og samtök fyrir ungt fólk.

8Vera þolinmóður

Maður eignast ekki nýjan „besta vin“ einn tveir og tíu. Því þarf að sýna þolinmæði og leyfa samskiptunum að þróast.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar