Hvert er hægt að leita ef fólki líður illa?

Þegar fólki líður illa finnst því oftast best að  leita til fjölskyldu, vina eða einhvers sem það treystir. Stundum kýs fólk hinsvegar að leita til fagaðila eða annarra sem er utanaðkomandi og hlutlaus. Þetta er svolítið undir fólki sjálfu komið, hvað því finnst þægilegast og best. Þetta getur verið mismunandi eftir tilvikum. Stundum er gott að ræða við sína nánustu og í öðrum tilvikum er betra að leita sér faglegrar aðstoðar.

Ýmsir opinberir aðilar veita ráðgjöf og stuðning við fólk sem upplifir vanlíðan, þunglyndi eða depurð:

  • Hjálparsími Rauða kross Íslands (1717) er gjaldfrjálst númer þar sem hægt er að leita eftir andlegum stuðningi. Síminn er opinn allan sólarhringinn og hefur reynst mörgum vel.
  • Hægt er að mæta án þess að panta tíma á göngudeild geðdeildar Landspítalans við Hringbraut, milli klukkan 12 og 19 alla virka daga, og ræða við hjúkrunarfræðing eða lækni og kostar það 4.688 krónur. Síminn á Landspítalanum er 543-1000.
  • Félagsáðgjafar hjá Þjónustumiðstöðvum borgarinnar veita upplýsingar um réttindi, þjónustu, ráðgjöf og stuðning. Þeir geta einnig veitt upplýsingar um aðra þjónustu og vísað fólki á úrræði sem henta hverjum og einum. Þeir sem eru 18 ára og eldri geta pantað tíma hjá félagsráðgjafa í sinni þjónustumiðstöð, en foreldrar þurfa að panta tíma ef viðkomandi er undir 18 ára aldri.
  • Á sálfræðivefnum Persóna.is má finna upplýsingar um sálfræðinga, ýmsan fróðleik og sjálfspróf.
  • Aðrir staðir sem veitt geta upplýsingar og ráðgjöf eru m.a. Hugarafl, Geðhjálp og Kvíðameðferðarstöðin.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar