Nú hef ég fylgst vel með alþingi og störfum þingmanna og ráðherra og það er alltaf sama sagan það er ekki þing ræður heldur ráðherra ræður dæmi ráðherra situr fram mál þingmennskustjórnarflokka og konur samþykkja yfirleitt málin enda vilja þau ekki styggja ráðherra nú stjórnarandstaðan kemur mjög fáu í gegn vegna þess að þau eru í minnihluta hversvegna eigum við að kjósa ef við fáum alltaf sömu niðurstöðuna
Hæhæ,
Á Alþingi sitja ólíkir stjórnmálaflokkar með ólíkar skoðanir á málefnum. Þegar meirihluti er myndaður í upphafi kjörtímabila þurfa þeir stjórnmálaflokkar sem ætla sér að mynda meirihluta að búa sér til svokallaðan stjórnarsáttmála þar sem málamiðlanir flokkanna í meirihlutanum eru útlistaðir. Hlutverk minnihlutans á alþingi er að veita aðhald, gagnrýna störf meirihlutans svo þeir fái ekki að að hlaupa með hvaða málefni sem er í gegnum þingið. Mikið af störfum alþingis fara svo fram í gegnum nefndir þingsins sem taka flest ef ekki öll þingmál til umræðu og meðferðar áður en frumvörp eru samþykkt. Málefni fara í gegnum 3 umræður á alþingi milli þess sem nefndirnar fjalla um málin. Frumvörp eru unnin innan ráðuneyta í lang flestum tilfellum af embættismönnum sem þar starfa og eru svo lögð fyrir þingið af ráðherrum. Þótt
Á Íslandi er hefð fyrir því að þeir flokkar sem myndi ríkisstjórn séu með meirihluta þingmanna á Alþingi. En það er alls ekki þannig alls staðar. Í Noregi er t.d hefð fyrir því að ríkisstjórn sé mynduð úr minnihluta þingmanna með stuðningi frá öðrum stjórnmálaflokkum. Það er talið veita meira aðhald og krefst meiri samstöðu þegar mál eru samþykkt þar sem meirihluti er einfaldur jafnvel bara eins þingmanns meirihluti.
Að vissu leyti er gagnrýni þín verðskulduð, ríkisstjórnir með meirihluta þingmanna geta undir flestum kringumstæðum komið þeim frumvörpum sem þau vilja í gegnum þingið. Þingmenn eru hins vegar einstaklingar með skoðanir sem falla ekki alltaf fullkomlega að vilja forystumanna stjórnmálaflokkanna og geta komið upp aðstæður þar sem þingmenn kjósa gegn vilja meirihlutans. Nýlegt dæmi um þetta má lesa nánar um hér (https://www.frettabladid.is/frettir/andres-ingi-segir-sig-ur-vg-og-starfar-ohadur-ut-kjortimabil/)
Stjórnarandstaðan hefur takmörkuð úrræði þegar það kemur að því að stöðva framgang mála sem meirihlutinn leggur fram. Vinsælt tól til þess að veita andstöðu eru hin svokölluðu málþóf. Þannig geta þingmenn minnihlutans reynt að koma í veg fyrir kosningu frumvarpa sem þau eru ósammála. Markmið þess að reyna að kaffæra umræður málanna þangað til að flytjendur þess annað hvort gefast upp á umræðunum eða draga málið til baka. Það hefur hins vegar sýnt sig að það gengur í flestum tilfellum ekki upp.
Í ljósi íslensku hefðarinnar fyrir einföldum meirihluta verður enn þá mikilvægara fyrir okkur sem ekki sitjum á þingi að kjósa. Það er okkar möguleiki til að koma þeim málefnum sem okkur er annt um á dagskrá og hafa áhrif á umræðuna. Einnig er hægt að taka þátt í starfi stjórnmálaflokkanna eða öðrum félagasamtökum sem beita sér fyrir sérhæfðari málefnum en stjórnmálaflokkar. Til dæmis má nefna samtökin Ungir umhverfissinnar sem berjast fyrir umhverfisvernd (http://www.umhverfissinnar.is/).
Við vonum að þetta svar varpi einhverju ljósi á vangaveltur þínar.
https://attavitinn.is/samfelagid/hvad-gerir-althingi/
https://attavitinn.is/samfelagid/hvad-eru-frumvorp/
https://attavitinn.is/samfelagid/hvad-gera-thingnefndir/
https://is.wikipedia.org/wiki/M%C3%A1l%C3%BE%C3%B3f
Kær kveðja,
Áttavitinn ráðgjöf
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?