Hvað eru þingnefndir?

Á Alþingi starfa nokkrar þingnefndir sem er skipt upp eftir málefnum íslenskra stjórnmála. Fastanefndirnar eru 8 talsins í dag en einnig eru stundum tímabundnar nefndir, starfshópar eða sérnefndir starfandi á vegum þingsins. Þingnefndir fjalla ítarlega um mál og lagafrumvörp sem heyra undir málefnasvið þeirra og koma til kasta Alþingis.

Skipting nefndanna er oftast nokkuð hliðstæð skiptingu ráðuneytanna og nú eru þær eftirtaldar:

  • allsherjar- og menntamálanefnd,
  • atvinnuveganefnd,
  • efnahags- og viðskiptanefnd,
  • fjárlaganefnd,
  • stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd,
  • umhverfis- og samgöngunefnd,
  • utanríkismálanefnd,
  • velferðarnefnd.

Hvað gera þingnefndir?

Þingnefndir vinna úr frumvörpum sem liggja fyrir Alþingi frá þingmönnum eða ráðherrum. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands verða að fara fram þrjár umræður á þinginu um hvert frumvarp. Eftir fyrstu umræðu þingsins fer frumvarp í vinnslu til þeirrar þingnefndar sem sér um málaflokkinn sem frumvarpið fjallar um.

Þingnefndir ræða og rýna í frumvörpin, taka á ágreiningi og leita álits fjölmargra utanaðkomandi aðila á þeim. Þær bjóða sérfræðingum, hagsmunahópum og öðrum sem teljast hafa hagsmuni af málinu, eða vita mikið um það, að senda umsögn eða mæta til viðtals til nefndarinnar.

Þingnefndir fjalla ítarlega um mál og lagafrumvörp sem heyra undir málefnasvið þeirra og koma til kasta Alþingis.

Sjá meira á vef Alþingis um þingnefndir.

Myndin sem fylgir greininni er af fundi félagsmálanefndar Alþingis árið 2003, fengin af vef Alþingis. Ljósmyndari: Bragi Þór Jósefsson.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar