Hver er munurinn á hindúisma og kristnitrú?
Hæ og takk fyrir spurninguna.
Hér á Áttavitanum eru frábærar greinar um hindúisma og kristna trú sem við mælum með að þú lesir yfir.
Þar kemur m.a. fram að hindúismi sé algyðistrú, og trúa hindúar því að alheimssálin Brahman gegnsýri allt og alla. Brahman er eilíf, óbreytanleg og ópersónuleg orka, sem sameinar allt sem lifir í einni sál. Kristni er hinsvegar eingyðistrú sem á rætur að rekja til gyðingdóms, kristnir og gyðingar trúa á sama guðinn, og reyndar múslimar líka. Munurinn á kristni og gyðingdóm er sá að kristnir trúa því að frelsarinn, eða “Messías,” sé þegar fæddur, hann hafi heitið Jesús og hafi frelsað mannkynið undan syndum sínum, en gyðingar trúa ekki að Jesús sé frelsarinn og bíða því enn eftir Messíasi.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?