Það eru til ótal starfsstéttir í heiminum og það getur verið erfitt að velja hvað maður vill verða.  Sumir fást aðeins við eitt starfssvið út ævina, á meðan aðrir flakka á milli starfsstétta og takast á við mörg mismunandi verkefni.  Í greinaröðinni Hvernig verð ég […]? ætlum við að fara yfir leiðina að mismunandi störfum.  Hér beinum við sjónum okkar að vísindamönnum.

Hvað gerir vísindamaður?

Staðalímynd margra af vísindamönnum er oft tengd gömlum snillingum eins og Leonardo DaVinci, sem hafði víðtæka þekkingu á mörgum sviðum. Gallinn er að þekking mannkyns er talsvert yfirgripsmeiri en hún var á 15. öld. Nú til dags er mjög erfitt fyrir einstakling að hafa sérþekkingu utan nokkurra tengdra sviða. Vísindamaður er einhver sem hefur öðlast gífurlega sérþekkingu á ákveðnu sviði og gerir það yfirleitt með því að taka doktorspróf í viðkomandi grein. Matt Might hefur sett leiðina að doktorsprófi fram myndrænt. Nú til dags vinna flestir vísindamenn við tölvur. Margir þeirra þurfa þó að styðjast við gögn sem þeir fá úr tilraunum eða rannsóknum og þurfa því ekki alltaf að hanga inn á skrifstofunni. Vissulega eru þó enn til einstaklingar og fyrirtæki sem búa til eitthvað nýtt og spennandi úr þekktri tækni. Í þeim tilvikum er yfirleitt verið að notast við hagnýtingu á þekktum vísindum og á það meira skylt við tækniframfarir en vísindi.

Hvernig veit ég hvort vísindi séu eitthvað fyrir mig?

Hefurðu brennandi áhuga á einhverri fræðigrein? Ertu tilbúin(n) að klára 3 ára grunnnám í háskóla, leggja svo í 2 ára mastersnám og eftir það fara doktorsnám sem er að lágmarki 3 ár? Ekki láta þetta samt draga úr þér. Það er eitthvað heillandi við að vera sérfræðingur á sínu sviði og uppgötva hluti sem voru áður óþekktir. Mögulega er ekki þörf á öllu þessu námi og nokkrir láta mastersgráðuna eða eitthvað minna duga.

Hvar lærir maður að verða vísindamaður?

Ef stefnan er sett á háskóla er gott að huga að gæðum viðkomandi skóla, því í þessu starfi sækist fólk eftir því að skara fram úr. Hver sem er getur orðið vísindamaður en fæstir gera sér grein fyrir því fyrr en eftir mastersnám. Þó eru auðvitað til þeir sem hafa óbilandi áhuga á ákveðnu viðfangsefni og þá er gott að lesa allt sem til er um viðkomandi fræðigrein. Á Íslandi bjóða eftirfarandi háskólar upp á doktorsnám:

Erlendis er mikið úrval af doktorsnámi og ekki óalgengt að fólk fari í grunnám hérlendis en haldi svo erlendis í masters- og doktorsnám.

Hvar mun ég svo starfa sem vísindamaður?

Þó margir vísindamenn starfi hjá fyrirtækjum við vöruþróun og tækninýjungar þá starfar flestir þeirra við háskóla og menntastofnarnir eða opinberar rannsóknastofur. Þar gefst þeim færi á að stunda rannsóknir þar sem þeir auka þekkingu manna á viðkomandi viðfangsefni.

Hvaða hugmyndir ert þú með um vísindamenn?

Skoðaðu myndband frá Smithsonian um hvað vísindamenn eru:

Frekara lesefni:

Vísindavefurinn
wikiHow
eHow

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar