Hvað er fjármagnstekjuskattur?

Fjármagnstekjuskattur er skattur sem leggst á einstaklinga. Árið 2016 er fjármagnstekjuskatturinn 20%. Þessi skattur rennur óskiptur til ríkisinsSkatturinn leggst á:

  • tekjur af vöxtum, s.s. ef fólk ávaxtar peninga í banka eða hagnast af skuldabréfaeign;
  • tekjur af leigu á húsnæði; (eingöngu 50% af tekjunum eru skatlagðar)
  • hagnað af sölu fasteigna og verðbréfa;
  • arð (þ.e. hagnað) hluthafa í fyrirtækjum.

Fyrirtæki greiða ekki sérstakan fjármagnstekjukjuskatt heldur greiða þau skatt af fjármagnstekjum eftir sömu reglum og gilda um aðrar rekstrartekjur fyrirtækja. Yfirleitt greiða þau 20% skatt en það fer eftir gerð fyrirtækisins. Í ákveðnum tilfellum greiða félög 36% skatt.

Hafa skal í huga að tekjuskattur getur verið mismunandi eftir tilfellum. T.d. gilda ýmis frítekjumörk.  

Heimildir og frekari upplýsingar

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar