Hvað eru sterar?

Oftast þegar talað er um stera er átt við anabólíska eða vefaukandi stera. Það er sú gerð stera sem notuð er til vöðvauppbyggingar. Líkami okkar framleiðir sterahormón af sjálfum sér, meðal annars kynhormón. Þegar við erum yngri eru sterahormónið mun meira í líkama okkar en þegar við eldumst minkar okkar eigin framleiðsla á sterahormónnum.

Orðið sterar (e. steroids) er samheiti yfir fituleysanleg efni í líkamanum sem hafa flókna byggingu, grundvallaða á grind úr sautján kolefnisfrumeindum. (Vísindavefurinn).

Hvernig eru sterar teknir inn?

Sterar eru eins misjafnir og þeir eru margir. Þeir eru bæði í töflu- og vökvaformi. Þeir er þá annaðhvort gleyptir eða sprautaðir inn í vöðva. Sterar í töfluformi hafa mjög slæm áhrif á lifrina og reyndir allir sterar og hafa oft margar aukaverkanir.

Hvaða áhrif hafa sterar?

Áhrif testósteróns eru tvenns konar, annars vegar hefur það   karlkynsörvandi (e. androgenic) áhrif og hins vegar vefaukandi, og eru sterar framleiddir með mismunandi tilefni í huga. Sterar hafa verið notaðir í vöðvauppbyggingu síðan í byrjun síðustu aldar. Vefaukandi sterar eru notaðir til þess að stækka vöðva, auka þyngd, styrkja sig, bæta hraða og þol.

Hverjar eru aukaverkanir af steranotkun?

Sterar hafa ýmis áhrif í för með sér á mannslíkamann, t.d. dýpkun raddar, hárvöxt í andliti, handakrikum og kynfærum, og þá valda þeir aukinni árásarhneigð.

Sjá nánar algengar aukaverkanir steranotkunar:

  • Miklar bólur í andliti.
  • Ofurhárvöxtur eða hárlos.
  • Lítil stjórn á tilfinningum (til dæmis árásarhneigð, ofbeldishneigð og pirringur).
  • Karlmenn geta lent í því að þeir fái brjóst á meðan konur eiga á hættu að fá karlkynseinkenni og tíðatruflanir.

Alvarlegri aukaverkanir eru tengdar langtíma notkun stórra skammta.

  • Þar má nefna lifrarskemmdir og lifrarkrabbamein.
  • Aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum, þar á meðal heilablóðfalli.
  • Ef sterunum er sprautað í líkamann með óhreinum nálum eykst hætta á eyðnismiti, lifrarbólgu B og C, og hjartaþelsbólgu af völdum baktería.

Eru sterar ávanabindandi?

Já, sterar geta verið mjög ávanabindandi.

Heimildir: www.visindavefurinn.is

Nánari lesning:
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=4304,
http://fitness.is/sterar-stytta-lifid,
http://www.hugi.is/heilsa/greinar/691359/hvad-eru-sterar/#7078446,
http://www.steroid.com.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar