Leigusalar eru bundnir ákveðnum skyldum þegar kemur að viðhaldi leiguíbúða

Ef skemmdir á íbúð eru ekki leigjandanum sjálfum að kenna þarf leigusali að greiða fyrir viðgerðir á slíku. Þetta á við um hurðir, glugga, pípur og krana, rafmagn og innstungur, ofna, og annað slíkt smálegt. Eins verður leigusali að sjá til þess að húsið sé í leiguhæfu ástandi, hvað sem það þýðir: t.a.m. að veggir séu nýlega málaðir, að gólfefni sé ágætlega farið og að hita- og vatnskerfi virki sem skyldi.

Viðhald á íbúð á heima í leigusamningi

Erfitt getur verið að krefja leigusala um ákveðið viðhald ef ekkert er minnst á það í leigusamningnum. Vilji fólk láta mála, laga gólfefni eða innréttingar er ráðlegt að ræða það áður en skrifað er undir samninginn og hafa ákvæði um slíkt í honum.

Ef sinna þarf viðhaldi þarf að láta leigusala vita strax

Íbúðir láta auðvitað á sjá og slitna eftir mikla notkun eins og annað. Ef eitthvað bilar eða sinna þarf viðhaldi er mikilvægt að láta leigusala vita sem fyrst. Leigusalinn þarf að bregðast við þessu eins fljótt og auðið er. Geri leigusali það ekki, getur leigjandi látið framkvæma viðhaldið á kostnað leigusala, s.s. með því að borga lægri leigu um næstu mánaðarmót.

Ráðlegt er að leigjendur láti gera úttekt á leiguhúsnæði áður en leigutími hefst. Upplýsingar um slíka úttekt má finna á Áttavitanum.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar