Ráðlegt er að láta gera úttekt á íbúð áður en hún er tekin á leigu
Þessi úttekt er framkvæmd af gatna- og eignaumsýslu Reykjavíkurborgar. Með því móti er auðveldara að meta ástand leiguhúsnæðis, krefja leigusala um viðhald og halda skrá yfir það slit sem myndast á leiguíbúð.
Af hverju þarf að gera úttekt á leiguhúsnæði?
Með því að gera úttekt á leiguhúsnæði er opinber aðili kominn með sönnun fyrir ástandi eignar í upphafi leigutímans. Þannig er auðveldara að krefja leigusala um viðhald, viðgerðir eða aðrar nauðsynlegar framkvæmdir hafi opinber aðili gert þessa úttekt.
Kostar eitthvað að gera úttekt á leiguhúsnæði?
Já, úttekin kostar 21.400 krónur og skiptist kostnaður jafnt á milli leigjenda og leigusala. Panta þarf úttekt með a.m.k. sólarhrings fyrirvara. Bæði leigjandi og leigusali þurfa að vera á staðnum þegar úttekt er framkvæmd. Til að panta úttekt á leiguhúsnæði er best að hafa sambandi við gatna- og eignaumsýslu Reykjavíkurborgar í síma 4 11 11 11.
Ákveðnir einkaaðilar hafa boðið upp á slíkar úttektir. Raunin er þó sú að til að allt sé löggilt er best að gera þetta í gegnum borgina sjálfa.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?